Skírnir - 01.04.2009, Page 75
SKÍRNIR
FORLESTUR AÐ FINNEGANS WAKE
73
fylgja vilja Guðs: að leiða ísraelsþjóð út úr þrælahúsi Egyptalands.
Til að hleypa í sig kjarki spyr hann Guð því að nafni. Móse óttast
að geta ekki áunnið traust Israela og fengið þá til fylgilags við sig,
geti hann ekki útskýrt tilhlýðilega í umboði hvers hann sé sendur.
Vart hefur hið margræða svar þó orðið til að róa taugar sendiboð-
ans: „Svo skalt þú segja Israelsmönnum: „Ég er“ sendi mig til
yðar.“ Hvaða skilning ber sendiboðanum, ísraelum, og nú okkur
sjálfum, að leggja í þá hálfkveðnu vísu?
Reyndar er það svo að fjölmörg dæmi um vísvitandi marg-
ræðni, orðaleiki og óvænta gamansemi er að finna á síðum Móse-
bókanna fimm eins og bandaríski bókmenntafræðingurinn
Harold Bloom hefur bent á í forvitnilegri bók, The Book of J. Það
sem vekur þó fremur athygli okkar er að Joyce víkur sjálfur alloft
að hinu óræða svari í verki sínu og hefur það í flimtingum á
nokkrum stöðum með eigin óræðni og „kabbalísku" spurninga-
flóði um eðli Guðs. Fyrsta spurningin af tíu í því flóði sem bókin
varpar fram hljómar svo, og víkur hún strax að hinum óræða tals-
máta Guðs („broken heaventalk") og sjálfu svari hans („is he?“):8
But, to speak broken heaventalk, is he? (261.27-28)
Hinar spurningarnar níu fylgja í kjölfarið:
Who is he? Whose is he? Why is he? Howmuch is he? Which is he? When
is he? Where is he? How is he? And what the decans is there about him
anyway, the decemt man?
Það er skemmst frá því að segja að spurningar Joyce snúa allar að
hinum ólíku túlkunarmöguleikum á svari Guðs við spurningu
Móse og enduróma þá guðfræði sem af því hefur sprottið.
Undir lok bókarinnar skellur svo á lesanda sambærilegt spurn-
ingaflóð (þó svör fylgi í þetta sinn) þegar enska spurnarorðið
„why“ tekur að hljóma eins og hið forn-hebreska tetragrammaton
YHWH (upp á ensku, Jahve á íslensku), en samhljóðarnir fjórir
tákna hið heilaga nafn Guðs:
8 Samanber einnig upphafslínur verksins þar sem heyra má rödd Guðs mæla svar
sitt, þótt á forn-írsku sé í þetta sinn: „mishe mishe“ — „ég er ég er“ (3.9).