Skírnir - 01.04.2009, Page 76
74
MAGNÚS SIGURÐSSON
SKÍRNIR
Why? Because, graced be Gad and all giddy gadgets, in whose words
were the beginnings, there are two signs to turn to, the yest and the ist,
the wright side and the wronged side, feeling aslip and waulking up, so
an, so farth. Why? On the sourdsite we have the Moskiosk Djinpalast
with its twin adjacencies, the bathouse and the bazaar, allahallahallah, and
on the sponthesite it is the alcovan and the rosegarden, boony noughty,
all puraputhry. Why? One’s apurr apuss a story about brid and break-
fedes and parricombating and coushcouch but others is of tholes and
oubworn buyings, dolings and chafferings in heat, contest and enmity.
Why? Every talk has his stay, vidnis Shavarsanjivana, and all-a-dreams
perhapsing under lucksloop at last are through. Why? It is a sot of a
swigswag, systomy dystomy, which everabody you ever anywhere at all
doze. Why? Such me. (597.09.23)
Svarið við síðustu „Jahve“-spurningunni snýr reyndar ansi snyrti-
lega upp á alla þá guðfræði sem rekja má til svarsins sem Móse
þurfti að ráða í forðum. „Such me“ endurómar hina afdráttarlausu
skýringu Guðs á eðli sjálfs sín: „Ég er sá, sem ég er.“ Eins og vikið
hefur verið að er þó um skýringu að ræða sem kallar á endalausa
túlkun og, umfram annað, leit að réttum skilningi: „such
me/search me.“ Um Finnegans Wake sjálfa má loks vitaskuld segja
hið sama.
Almennari samanburður á Finnegans Wake og tilfallandi ritning-
arstöðum í Gamla testamentinu leiðir þó í ljós dýpri og áhuga-
verðari líkindi en nokkra textafræðilega snertifleti. Því að í
Finnegans Wake gerir Joyce hina mannlegu sköpun, tímann og
dauðann að sínu helsta umfjöllunarefni. Eflaust verður gáfa höf-
undar sem slíkt rit semur ekki betur skýrð en með samanburði við
þá bók sem flestum hefur reynst huggun gegn óvissu og áþján
mannlegrar tilveru. Finnegans Wake er ekki trúarleg bók, en
óþrjótandi viska hennar hefur orðið til þess að lesendur leita í
hjálpræði hennar — í hið veraldlega hjálpræði snillingsins, svo
hátíðlega sé að orði komist.
Finnegans Wake lofar þó engu handan sjálfrar sín. Nema helst
því að ráðgátur hennar muni betur en önnur bókmenntaverk sýna
fram á hið takmarkalausa ríkidæmi mannlegrar sköpunar. Eins og