Skírnir - 01.04.2009, Síða 80
78
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
ekki meiri nú á dögum en fyrir átta hundrað árum og hugmynda-
auðgi og orðsnilld ekki mæld á nýja mælikvarða. Á Sturlungaöld
reis andlegt líf þjóðarinnar hátt á sama tíma og hörð valdabarátta
geisaði.
Við nemum staðar við Sturlungaöld vegna þess að hún hefur
orðið nokkurs konar táknmynd fyrir glatað sjálfstæði, og þessi
misserin skynjum við hve sjálfstæði þjóðar er í raun brothætt. En
táknmyndir verða iðulega skotspónn skrumskælingar og sú hefur
orðið raunin um mynd okkar af Sturlungaöldinni. Myndin af
samfélagi þrettándu aldar, atburðum hennar og persónum hefur
verið einfölduð, afbökuð og endursköpuð, iðulega í þágu póli-
tískrar baráttu síðustu tveggja alda. Hún var notuð og misnotuð í
rökstuðningi fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og þær pólitísku ákvarð-
anir sem teknar voru á þrettándu öld settar í samhengi við hags-
muni þjóðarinnar mörgum öldum síðar. Nú eigum við á hættu að
einfalda okkar eigin samtíma í sama tilgangi.
Sturlungaöld varði aðeins í um fjörutíu ár. Segja má að hún hafi
hafist um 1220, þegar Snorri Sturluson gerðist hirðmaður Noregs-
konungs, og að henni hafi lokið með því að íslenskir höfðingjar
samþykktu sáttmála við norskan konung á árunum 1262-64. En
magnþrungnasti tíminn spannaði þó aðeins um 20 ár, frá um 1235,
þegar Sturla Sighvatsson sneri til Islands með umboð Hákonar
konungs til að vinna landið undir hann, og þar með undir sig sjálf-
an, og til um 1255 þegar Gissur Þorvaldsson nær undirtökunum á
nýjan leik eftir Flugumýrarbrennu.
Á nokkurra áratuga tímabili virðist allt loga í illdeilum og bar-
dögum á milli nokkurra valdsmanna, ungra karlmanna, sem voru
auk þess nánir frændur, mágar og jafnvel vinir. Fremstir í flokki
voru Gissur Þorvaldsson, af ætt hinna lærðu og kirkjupólitísku
Haukdæla, Ásbirningurinn hvatskeytti Kolbeinn ungi Arnórsson,
bróðursonur skáldsins Kolbeins Tumasonar, og ekki síst Sturl-
ungarnir, sem voru þeir nýríku í hópnum en kunnu að nota fé sitt
til verka sem hafa reynst óbrotgjörn í rás tímans, Snorri Sturluson
og bræður hans, Sturla Sighvatsson, Þórður kakali, Ólafur og
Sturla Þórðarson. Allir þekktust vel. Þeir Sighvatssynir voru auk
þess náskyldir Ásbirningum, Oddaverjum og Haukdælum, og