Skírnir - 01.04.2009, Page 81
SKÍRNIR
ENDURTEKIN STEF UM ÓHÓF ...
79
Snorri um tíma tengdafaðir Kolbeins og Gissurar. Þá sem nú voru
tengsl milli manna á Islandi hættulega náin. I smæðinni lá styrk-
leiki samfélagsins ekki síður en veikleiki og gróðrarstía sundur-
lyndis. Þegar upp úr sauð var eins og ekki yrði aftur snúið þrátt
fyrir orð góðra manna; tilfinningar of ríkar, hefndarskyldan of
bindandi og málamiðlun því ófær. Landið var sundurskorið í sí-
felldum bardögum sem heimtuðu mörg mannslíf. Skáldsaga Ein-
ars Kárasonar um Eyjólf ofsa Þorsteinsson varpar ljósi á einn sorg-
legasta atburð þessarar sögu sem gerðist eina napra októbernótt
fyrir rúmum 750 árum, Flugumýrarbrennu. Með nokkrum rétti
má segja að höfundur Njálu sem ritaði sögu sína um aðra brennu
um 1280, tveimur áratugum eftir að íslendingar gengu Noregs-
konungi á hönd, reyni að kryfja ástæður sundurlyndis í litlu sam-
félagi og leiti þeirrar niðurstöðu sem ekki var möguleg í raun-
veruleikanum.
Þegar við berum saman nútíð og fortíð sjáum við ákveðnar
hliðstæður. Valdabarátta Sturlungaaldar var runnin undan rifjum
fárra höfðingja. Sundurlyndi þeirra, ágirnd, og ásókn í völd, fé, og
eftirsókn í vegtyllur og viðurkenningu við erlendar hirðir, raskaði
viðkvæmu valdajafnvægi í litlu landi og skapaði andrúmsloft örygg-
isleysis og tortryggni. Alþýða manna, bændur og búalið soguðust
inn í hringiðu atburða. Bændur voru knúnir til að fylgja höfðingj-
um í bardögum en aðrir voru neyddir til að gefa upp bú sín þegar
fjölmenna og hungraða sveit höfðingja bar að garði. Frægt er svar
Brodda Þorleifssonar við bón Þorgils skarða Böðvarssonar árið
1255 um að Skagfirðingar tækju sig til höfðingja: „Ef hann skyldi
þar nökkurum höfðingja þjóna, vildi hann helst Þorgilsi, en betur
að þjóna engum, ef hann mætti kyrr sjást.“ Bændur voru þá orðnir
langþreyttir á baráttu hinna valdgírugu höfðingja. Rétt eins og nú
urðu margir saklausir fyrir barðinu á athöfnum og umsýslu fárra
sem komust upp með að snúa landinu á haus, eyðileggja verðmæti
og fara um sveitir rænandi og ruplandi.
Ekki er hægt að staðhæfa að auðsöfnun á fárra hendur hafi í
sjálfu sér valdið því að íslenskir höfðingjar gengu Noregskonungi
á hönd á þrettándu öld. Sú ákvörðun var ekki tekin af alþýðu
landsins og skipti hana kannski litlu, en hún kom þó líklega á