Skírnir - 01.04.2009, Page 84
82
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
biskup ári síðar; um það bil á sama tíma og Sturla Sighvatsson
rekur erindi konungs á Islandi fyrstur íslenskra höfðingja.
Að lokum sættu íslenskir höfðingjar sig við hið tvíhöfða er-
lenda vald og gengu Noregskonungi á hönd 1262-64. Það er mik-
ilvægt að undirstrika að það skref var alls ekki sársaukafullt fyrir
íslenska höfðingja því að flestir þeirra höfðu hvort sem er stigið
yfir landamærin þegar þeir gerðust hirðmenn konungs. Islenskir
höfðingjar höfðu lengi sóst eftir viðurkenningu konungs og gengu
því löngu fyrr inn í Noreg, eða á hendur hinu erlenda valdi, en
alþýða landsins. Margar íslenskar fornsögur, íslendingasögur og
jafnvel konungasögur, snúast um aldalöng samskipti íslendinga
við erlenda konunga, ekki síst hinn norska. Frásagnirnar draga
iðulega fram hetjuskap og sjálfstraust hins knáa íslendings frammi
fyrir erlendu valdi þar sem þeir einir virtust nægilega sterkir og
fífldjarfir til að vinna drekann ógurlega eða drepa berserkinn. Þeir
þáðu dýrmætar gjafir af konungum og jörlum, og komu síðan heim
með skipin hlaðin dýru góssi. 1 þessum sögum er geymd áhuga-
verð greining á minnimáttarkennd Islendinga gagnvart erlendum
þjóðum er birtist í stórkarlalegum lýsingum á afrekum hetjanna.
Hinir sunnlensku, stórlyndu Oddaverjar stóðu lengst gegn
samningi konungs, ekki af því að þeim væri í nöp við Hákon
gamla, enda röktu þeir ættir sínar beint til Magnúsar konungs ber-
fætts, heldur af því að þeir þoldu ekki að beygja knén fyrir Hauk-
dælum, hinum gömlu mótherjum handan Þjórsár. Gissur beygði
þá ekki nema við höggstokkinn. Síðasta frásögn Sturlungu af
atburðum á íslandi fjallar einmitt um samskipti Haukdæla og
Oddaverja. Oddaverjinn Þórður Andrésson neitaði að lúta í lægra
haldi fyrir Gissuri. Áður en hann var hálshöggvinn fór hann með
hinn fræga kviðling „Mínar eru sorgirnar þungar sem blý“. Gissur
sagðist mundu fyrirgefa honum þegar hann væri dauður. Það
dæmi hefur oft endurtekið sig í íslenskri sögu: Islendingar eiga
auðveldara með að gefa eftir við útlendinga en sína nánustu ná-
granna eða pólitíska andstæðinga.
Kaþólska kirkjan á miðöldum teygði anga sína inn í öll lönd
Evrópu og hafði áhrif á löggjöf hvers lands, en hafði þó sjálfdæmi
í málum kirkjunnar þjóna. Eg hef stundum líkt miðaldakirkjunni