Skírnir - 01.04.2009, Page 87
SKÍRNIR
ENDURTEKIN STEF UM ÓHÓF ...
85
þá rann íslenskt samfélag aldrei saman við Noreg. Það er hin dýr-
mæta lexía. Tungumál landanna greindust jafnvel í sundur á fjórt-
ándu öld svo að viðtakendum íslenskra sagna og kvæða fækkaði
snöggt. Islenskir rithöfundar og fræðimenn héldu þó áfram að
skrifa bækur á tungu sína en stunduðu hins vegar enga einangrunar-
stefnu hvað erlend tungumál varðar. Þeir notuðu latínuna innan
kirkjunnar og í lærðum samskiptum við erlendar þjóðir rétt eins
og við notum ensku í alþjóðlegum samskiptum okkar án þess að
ruglast í íslenskum beygingum, og loks norsku og dönsku í sam-
skiptum við herraþjóðina. I einbeittri afstöðu þeirra til tungu-
málsins og sögu sinnar fólst löngu síðar lykill Islendinga að sjálf-
stæði sínu. Við eigum auðvitað að gera það sama. Okkar styrkur í
heiminum, eins og allra annarra þjóða, felst í því að vera við sjálf,
án nokkurs þjóðarrembings, tala okkar tungumál og læra önnur,
hlúa að styrkleika okkar, hugviti og nýsköpun, og missa ekki
sjónar af þeim siðferðilegum gildum sem búa í menningu okkar og
sögu.
Er slíkur samanburður fortíðar og nútíðar aðeins samkvæmis-
leikur eða getum við í raun lært af fortíðinni? var spurt í upphafi
þessa máls. Já, ég er sannfærð um það. Við dýpkum skilning okkar
og nákvæma greiningu á samtíma okkar með því að máta hann við
annan tíma því að þá verðum við að hugsa skýrt. Við sjáum ótrú-
lega lík stef endurtaka sig hvað eftir annað í íslenskri sögu. Við
merkjum hvernig ójafnvægi milli einstaklinga í litlu landi skapar
hættu og hve mikilvægt er að við séum á varðbergi gagnvart sund-
urlyndi, ofsa og óhófi. Hinn siðferðilegi brestur er sífelld ógn og
við þurfum skýrar leikreglur sem farið er eftir og stofnanir sem
tryggja það. Þetta skildu höfundar Islendingasagna þegar þeir litu
til baka til Sturlungaaldar og segja má að þetta sé aðalviðfangsefni
Njálu sem dregur upp óvægna og hárbeitta mynd af mannlegum
veikleikum, vanmáttugu Alþingi í höndum voldugra höfðingja og
mikilvægi þess að leita jafnvægis og meðalhófs í mannlegum sam-
skiptum.
Við lifum vitaskuld ekki gamla tíma að nýju, en nú stöndum
við aftur frammi fyrir því hvort við eigum að ganga til samninga
við erlend ríki eða ekki. Hvort við eigum að skrifa nýja stjórnar-