Skírnir - 01.04.2009, Síða 92
90
TRYGGVI GÍSLASON
SKÍ'RNIR
ungsbókar og Hauksbókar — svo og vísur Völuspár í Snorra
Eddu — séu frá einu og sömu upphafsgerð kvæðisins.
Sennilegt er að Snorri Sturluson hafi haft í höndum eitt — eða
fleiri handrit Völuspár, svo og annarra Eddukvæða sem hann vitn-
ar til, þegar hann setti saman Eddu sína um 1220.14 Hafa þau
handrit þá ekki verið rituð síðar en um 1200. Völuspá er til orðin
á lOdu öld og hafa því aðeins liðið rúmar tvær aldir frá því kvæðið
varð til, þar til það var ritað á skinnhandrit þau sem Snorri Sturlu-
son studdist við. Það væri því með nokkrum ólíkindum að munur
á textum slíks kvæðis væri mikill. Þá ber þess að geta að Björn M.
Ólsen færði á sínum tíma fyrir því rök að rúnir hefðu verið
notaðar á Islandi á miðöldum.15 Ymsir báru brigður á kenningu
hans þá, en síðan hefur komið fram óyggjandi vitneskja um að
rúnir voru notaðar í daglegu lífi manna á Norðurlöndum á síð-
miðöldum — og þar með á Islandi.16 Því er ekki ósennilegt að
höfuðkvæði eins og Völuspá — og raunar önnur Eddukvæði —
hafi verið ritað með rúnum um leið og þau voru sett saman. Rúnir
voru á miðöldum og lengi síðan einnig tengdar göldrum og seið og
styrkir það hugmyndina að heiðnar bókmenntir hafi í ríkum mæli
verið ritaðar með rúnum. Völuspá hefði þá ekki aðeins varðveist í
munnlegri geymd og á skinnbókum — heldur einnig með rúna-
letri frá fyrstu tíð, einnig á skinni.
Talið er að Völuspá eigi sér gamlar fyrirmyndir og byggi á æva-
fornum goðsögnum og varðveiti leifar af orðalagi úr fornum kveð-
skap um heimsdramað, en síðar fengið kristilegri blæ en í önd-
verðu.17 Höfundur Völuspár hefur án efa leitað víða fanga og senni-
14 Hugmynd Sigurðar Nordals, sem fram kemur í Völuspáarútgáfu hans 1952, að
Snorri hafi ekki haft Eddukvæðahandrit undir höndum heldur kunnað
Völuspá — svo og önnur Eddukvæði utan bókar — er að mínum dómi mein-
loka, svo notuð séu hans eigin orð. Að sjálfsögðu hefur Snorri kunnað ýmis-
legt utan bókar, en önnur fræðastörf hans bera þess vitni að hann vann eins og
fræðimenn eða skáld samtíma okkar og hafði undir höndum bækur og rit á
norrænu máli og latínu og vann eða lét vinna ritverk sín úr fjölbreyttum heim-
ildum en vitnaði ekki í sögur og kvæði eftir minni. Hefð hans er bókleg hefð.
15 Björn M. Ólsen, Runerne i den oldislandske litteratur. Kobenhavn, 1883.
16 Sjá Hagland, Jan Ragnar, „Ingimundr prestr Þorgeirsson and Icelandic Runic
Literacy in the Twelfth Century." Alvíssmál 6, 1996, bls. 99-108.
17 Vésteinn Ólason telur líklegt „að sú Völuspá sem við þekkjum eigi upptök eða