Skírnir - 01.04.2009, Page 93
SKÍRNIR
HÖFUNDURVÖLUSPÁR
91
legt er að hann hafi þekkt eldri trúarkvæði og notað hugmyndir og
orðalag þeirra. Þekktast er í þessu sambandi orðalag í Wesso-
brunner-bæninni, kristinni bæn á fornháþýsku frá því um 800, en
þar stendur:
Dat ero ni uuas, Þar jörð né var,
noh ufhimil, né upphiminn,
noh paum noh pereg ni uuas, né baðmur, né berg ei var,
ni [sterro] nohheinig, ei [stjörnur] nokkrareinar,
noh sunna ni scein, né sunna ei skein,
noh mano ni liuhta, né máni ei lýsti,
noh der mareo seo. né hinn mæri sjár.
Orðin minna óneitanlega á orð Völuspár:
var-a sandur né sær
né svalar unnir,
jörð fannst æva
né upphiminn
[3]
Sól það né vissi
hvar hún sali átti,
stjörnur það né vissu
hvar þær staði áttu,
Máni það né vissi
hvað hann megins átti.
[5]
En þótt Völuspá eigi sér ævafornar rætur og höfundur þess hafi
leitað víða fanga, ber kvæðið engu að síður merki um kvæðisheild,
listræna sýn — og einn höfund.
fyrirrennara í kveðskap alheiðinna manna, byggi heimsmynd sína og heims-
sögu að miklu leyti á ævafornum goðsögnum og varðveiti leifar af ævafornu
orðalagi úr kveðskap um heimsdramað. [...] Þetta kvæði hefur svo vafalaust
breyst í meðförum í mörgum minni háttar atriðum og kann þá sumt að hafa
fengið kristilegri blæ en í öndverðu. Með slíkri hugmynd er engan veginn verið
að leggja drög að viðleitni til að „hreinsa“ kvæðið af kristni og „endurreisa"
frumgerðina. Það er einfaldlega ekki hægt eins og varðveislu er háttað. Hið
„kristilega“ efni í kvæðinu er órofa hluti af heild þess eins og það er til okkar
komið." Vésteinn Ólason, íslensk bókmenntasaga I, bls. 95-96.