Skírnir - 01.04.2009, Qupperneq 96
94
TRYGGVI GÍSLASON
SKÍRNIR
einn nornaketill frá því um 800 og fram yfir 1100 þar sem heiðin
og kristin áhrif tókust á og hefur sú saga enn ekki verið sögð.
Sigurður Nordal segir einnig „að Völuspá sé það Eddukvæði,
sem gildust rök verða færð fyrir, að ort sé á Islandi".24 Nefnir
hann íslenska sérþekkingu, íslenska staðhœtti og íslenska þröngsýni
sem fram komi í kvæðinu.25 Ekkert af þeim dæmum, sem Sigurð-
ur Nordal nefnir, benda að mínum dómi sérstaklega til Islands.
Þvert á móti virðast orð og lýsingar Völuspár benda fremur til
Noregs, norskrar náttúru og norskra aðstæðna.26 Af þeim sökum
mætti álíta að kvæðið væri ort í Noregi — eða af höfundi sem
gagnkunnugur var norskri náttúru og bjó sjálfur yfir þekkingu á
galdri og seið, þekkingu sem talin er hafa verið fátíð á íslandi á
lOdu og lltu öld.27
5
Seint verður vitað með fullri vissu hvenær Völuspá var ort, enn
síður hvar kvæðið var ort og allra síst hver höfundurinn var.28 Ef
24 Sigurður Nordal, Völuspd, bls. 178.
25 Ibid, bls. 179-180.
26 Orð og lýsingar sem benda til norskrar náttúru og norskra aðstæðna eru: jöt-
nar (2), hörg og hof hátimhruðu (7), Jötunheimar (8), askur (19), hár baðmur
(19), döggvar í dala falla (19), skáru á skíði (20), brotinn var borðveggur (24),
heiðvanur helgur baðmur (27), ausast aurgum forsi (27), mistilteinn (31), áfell-
ur austan 35, austur sat in aldna (39), Hrymur ekur austan (48), sá er á fjalli
fiska veiðir (57). Sigurður Nordal taldi skáldið hafa verið íslending af því að
hann kallar mistilteininn meið. Sigurður Nordal, Völuspá, bls. 185. Orðið
meiður er í fornu máli hins vegar notað sem heiti um hvers konar tré enda gjarna
notað í mannskenningum og sannar þessi notkun orðsins því ekkert. Sjá einnig
Völuspá með formála og skýringum eftir Hermann Pálsson. Reykjavík: Há-
skólaútgáfan, 1994, bls. xvii.
27 Dag Strömbeck, Sejd, textstudier i nordisk religionshistoria. Lund, 1935, bls.
145-146.
28 Auk tilgátu Sigurðar Nordals um að Völu-Steinn væri höfundur Völuspár gat
Björn M. Ólsen þess til í miklum hálfkæringi að Þorgeir Ljósvetningagoði hefði
ort kvæðið í búð sinni á Alþingi árið 1000. (Tímarit Hins íslenzka bókmennta-
fjelags XV, 1894, bls. 100-101) E.H. Meyer eignaði Sæmundi fróða kvæðið og
Alexander Bugge nefndi nafn Arnórs jarlaskálds Þórðarsonar sem fæddur er í
upphafi lltu aldar. Telur Sigurður Nordal það einu íhugunarverðu tilraunina
sem gerð hefur verið til þess að eigna nafngreindu skáldi nokkurt Eddukvæði.
Sigurður Nordal, „Völu-Steinn“, Iðunn 1923-1924. Nýr flokkur 8, bls. 161 nm.