Skírnir - 01.04.2009, Page 99
SKÍRNIR
HÖFUNDUR VÖLUSPÁR
97
Níu man eg heima,
níu íviðjur,
mjötvið mæran
fyr mold neðan.
[2]
Höfundur — eða völvan sem mælir kvæðið fram — man galdra-
menn, jötna, er ólu hana upp, hún þekkir níu heima veraldar og
níu íviðjur — væntanlega níu spákonur heimsins, sibyllurnar, og
hún man mjötvið mœran, sjálft heimstréð, sem afmarkar heiminn
og setur honum reglu — áður en það tré óx úr moldu. Völvan man
á yfirskilvitlegan hátt allt sem vert er að muna úr heiðinni heims-
sögu og býr yfir firna mikilli þekkingu um upphaf heimsins og
hefur auk þess furðulega sýn til framtíðar.
7
Ýmsir hafa talið efnistök Völuspár benda til þess að höfundur hafi
verið kona, fjölkunnug kona, völva — sibylla — sem þekkir af
eigin raun ævaforn fræði spákvenna og seiðkarla —forn spjöllfira
— og hafi numið fræði sín, seið og galdur, hjá seiðmönnum og
seiðkonum sem bjuggu yfir þekkingu aftan úr grárri forneskju.
Sigurður Nordal segir ásatrú hafi verið æskutrú skáldsins og segir
síðan:
Goðafræðin í Völuspá er hvorki leikur né líkingar. Hún er sá veruleiki,
sem myndar grunn sálarlífsins og öll ný áhrif koma hreifingu á. í erfið-
leikum lífsins hefur skáldið fyrst leitað þeirra úrræða, sem þessi trú gaf
kost á.32
Undir þessi orð má taka. Höfundi Völuspár er alvara og honum er
sannarlega enginn leikur með orð í huga né heldur er kvæðið inn-
antómt líkingamál — höfundi er römm alvara enda einkennist
Völuspá af trúarlegri alvöru og trúarlegu innsæi. En hinn heiðni
höfundur Völuspár virðist tekinn að efast um trú sína og hin gamla
heimsmynd er á fallanda fæti og höfundur sér hilla undir endalok.
32 Sigurður Nordal, Völuspá, bls. 186.