Skírnir - 01.04.2009, Page 100
98
TRYGGVI GÍSLASON
SKÍRNIR
Ekki er því óhugsandi að í þessum „erfiðleikum lífsins“ hafi
„skáldið fyrst leitað þeirra úrræða, sem þessi trú gaf kost á“, eins
og Sigurður Nordal segir, og ort kvæðið til þess að átta sig á lífi
sínu og tilvist, reynt að tengja saman heiðni og hinn nýja sið á
svipaðan hátt og Snorri reynir að skýra upphaf ásatrúarinnar í
Prologus Eddu sinnar. Með því að tengja fornan heim sinn og
forna trú nýjum heimi yrkir höfundur kvæðið sér til sáluhjálpar
og aflausnar.
Helga Kress telur Völuspá raunverulegan spádóm völvu og að
höfundur sé kona:
Það er kona sem talar í Völuspá, ýmist í fyrstu persónu sem gerandi eða í
þriðju persónu sem viðfang, séð að utan. Hún er mjög meðvituð um sig
sem sögumann, og í rauninni er hægt að líta á kvæðið sem „metatexta",
þ.e. kvæði um það kvæði sem verið er að flytja. Þannig er Völuspá kvæði
um konu sem kveður spá. Ef til vill er kvæðið völuspá, raunverulegur
spádómur völvu.33
Björn M. Ólsen gat þess fyrstur að höfundur Völuspár kynni að
vera kona. Hann segir að á þremur stöðum í Völuspá lýsi höfund-
ur tilfinningum konu og segir síðan:
Enten var digteren selv en kvinde eller ogsaa lader han med fin beregning
volven ytre sig saaledes i hendes egenskab af kvinde.34
Sigurður Nordal lagðist gegn skoðun Björns M. Ólsens og skrifar:
Hitt tel eg efalaust, að skáldið hafi verið karlmaður. Hann gat fundið til
með konum eigi að síður. En í raun og veru er það viðkvæmni lista-
mannsins, sem grætur þarna í líki Friggjar (Óðinn gat ekki grátið). Það
kemur heim við almenna reynslu, listamenn séu í einu manna meyrastir
og manna harðastir.35
Þessi orð Sigurðar Nordals eru með nokkrum ólíkindum, af því
að í þeim virðist felast að kona geti ekki verið listamaður: „ ... það
33 Helga Kress, Máttugar meyjar: Islensk fornbókmenntasaga. Reykjavík: Há-
skóli íslands. Háskólaútgáfan, 1993, bls. 51.
34 Björn M. Ólsen, Arkiv for nordisk Filologi XXX, bls. 135.
35 Sigurður Nordal, Völuspá, bls. 186 nm.