Skírnir - 01.04.2009, Side 101
SKÍRNIR
HÖFUNDUR VÖLUSPÁR
99
[er] viðkvæmni listamannsins \sem ég tel efalaust að [sé]
karlmaður] sem grætur þarna í líki Friggjar". Sigurður Nordal ber
síðan saman Sonatorrek og Völuspá og telur höfund Völuspár hafi
misst son, líkt og Egill, og hafi því „þurft að heyja svipað stríð til
þess að sættast við tilveruna. Hvergi er slík viðkvæmni í Völuspá og
þar sem talað er um Baldur, Óðins barn, og harm móðurinnar eftir
hann.“36 Ef viðkvæmni Völuspár er hvergi meiri en þar sem höf-
undur talar um harm móður eftir Baldur, er ekki nærtækast að telja
höfundinn móður — konu — „sem grætur þarna í líki Friggjar".
Rök Sigurðar Nordals gegn því að kona hafi ort Völuspá,
benda að mínum dómi til hins gagnstæða. Tilgáta Björns M. Ól-
sens er sennileg af þeim sökum einum að í kvæðinu er það kona
sem talar, eins og Helga Kress bendir réttilega á, enda kemur í
Völuspá fram kvenlegt innsæi eins og Sigurður Nordal nefnir.
8
Sigurður Nordal gat þess til að höfundur Völuspár væri Völu-
Steinn, sonur völvunnar Þuríðar sundafyllis, en í Snorra-Eddu eru
varðveitt tvö vísubrot eftir hann.37 Lítið er vitað um Völu-Stein en
um Þuríði sundafylli segir í Landnámu:
Þuríðr sundafyllir ok Vplu-Steinn son hennar fór af Hálogalandi til
íslands ok nam Bolungarvík ok bjpggu í Vatsnesi. Hon var því kplluð
sundafyllir, at hon seiddi til þess í hallæri á Hálogalandi, at hvert sund var
fullt af fiskum. Hon setti ok Kvíarmið á ísafjarðardjúpi ok tók til á koll-
ótta af hverjum bónda í ísafirði.38
36 Ibid, bls. 185.
37 Sigurður Nordal, „Völu-Steinn“, Iðunn 1923-1924. Nýr flokkur 8, bls.
161-178. í Landnámu er frásögn af því er Egill Völu-Steinsson bað Gest
Oddleifsson um ráð að bæta helstríð föður síns er hann bar eftir Ögmund, son
sinn, sem veginn var á Þorskafjarðarþingi fyrir litlar sakir. Er frá því sagt að
Gestur Oddleifsson hafi þá ort upphaf Ogmundardrápu. Islenzk fornrit I,
Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1968, bls. 184. Má geta þess til að Gestur
hafi ætlað Völu-Steini að ljúka drápunni til þess að sefa sorg sína. Minnir slíkt
á ráð Þorgerðar Egilsdóttur er hún gaf föður sínum að yrkja kvæði eftir sonu
sína, sbr. Egils sögu LXXVIII.
38 Sbr. fslenzk fornrit I, 1968, bls. 186.