Skírnir - 01.04.2009, Side 103
SKÍRNIR
HÖFUNDURVÖLUSPÁR
101
íslendingum og bezt var hugsað og talað af samtímamönnum
hans“.44 Enginn vafi leikur á að höfundur Völuspár var menntað-
ur og vel að sér og hafði sýn til margra átta. Hins vegar bendir
ýmislegt til þess að Völuspá sé ort fyrr en Sigurður Nordal telur,
jafnvel upp úr miðri lOdu öld þegar Þuríður sundafyllir er í
broddi lífsins, fjölkunnug völva af Hálogalandi, lífsreynd og tekin
að kynnast kristnum viðhorfum og kristnum kenningum.
En hvers vegna fór Þuríður sundafyllir af Hálogalandi, einstæð
kona í broddi lífsins með ungan son? Hvað rak hana af Háloga-
landi til Islands? Var hún að flýja hið rammheiðna Hálogaland
vegna þess að hún var tekin að efast um bernskutrú sína og forn
spjöll fira} Leitaði hún ásjár í nýju landi þar sem var meira um-
burðarlyndi en í gamla landinu? Reyndi hún í nýja landinu að
tengja forn spjöll fira nýrri trú, nýrri heimssýn sem sótti fram um
alla álfuna?
9
Á miðöldum bjuggu á Hálogalandi norrænir menn ásamt fólki af
samísku kyni, sem í íslenskum ritum er kallað Finnar eða Samar
og búið hafði á þessum slóðum frá því um Krists burð, raunar
löngu áður en norrænir menn settust þar að.45 Landið norðan Há-
logalands var einnig nefnt eftir Finnum og kallað Finnmörk eða
einungis Mörkin, enda var þar fátt norrænna manna.46 Finnar og
Samar voru taldir fjölkunnugir og miklir seiðmenn og nefndir tröll
44 Ibid, bls. 164.
45 Rómverski sagnaritarinn Publius Cornelius Tacitus (um 55-117 e.Kr.) nefnir
Finna í riti sínu Germania (um 98 e.Kr.) og kallar Ipífenni. Finnar voru einnig
nefndir Samar eftir samíska þjóðarheitinu samek. Samar eru einnig nefndir
Lappar. Kemur nafnið raunar þegar fyrir í Flateyjarbók. Á finnsku eru þessar
samísku þjóðir nefndar lappalaiset og á rússnesku lopari. Nafnið Lappar þótti
niðrandi. Uppruni orðsins er óviss en er hugsanlega tengdur orðinu lappi,
„leppur“, „bót“, og væri heitið þá dregið af skinnklæðunum, löppunum, sem
fólk af samísku bergi brotið klæddist. Hugsunin væri þá hin sama og að baki
orðinu skrœlingi, sem dregið er af orðinu skrá, „skinn“, og norrænir menn not-
uðu um frumbyggja Norður-Ameríku, eins og fram kemur í Islendingabók,
Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða.
46 Um Sama í íslenskum bókmenntum miðalda hefur Hermann Pálsson skrifað í
áðurnefndu riti sínu.