Skírnir - 01.04.2009, Page 105
SKÍRNIR
HÖFUNDURVÖLUSPÁR
103
að kvæðið hafi nokkru sinni verið til í Noregi. Allir fræðimenn
eru sammála um að höfundur Völuspár byggi á eigin reynslu og
eigin þekkingu á seið og galdri og þekki heiðna heimssögu betur
en dæmi eru um í íslenskum heimildum frá miðöldum. En hvernig
má þá koma þessu heim og saman: heiðnu kvæði sem byggir á
heiðinni hefð, endurspeglar norska náttúru en er einungis vaðveitt
á Islandi í íslenskum handritum?
10
Hermann Pálsson segir að „ekki virðist sú tilgáta vera nein goðgá
að skáldkonan sem orti Völuspá hafi verið háleysk seiðkona jafn-
vel þótt hún kunni að hafa framið list sína hérlendis um nokkurt
skeið og kynnst þá íslenskri náttúru".50 Vísar hann til Þorbjargar
lítilvölvu sem getið er um í Eiríks sögu rauða og dvaldist á Græn-
landi og Finnur Jónsson taldi norska. í Eiríks sögu segir að Þor-
björg lítilvölva „hafði átt sér níu systr, ok váru allar spákonur, en
hon ein var þá á lífi“.51 Minna þessi ummæli á orð völvunnar í
upphafi Völuspár, Níu man eg heima / níu íviðjur, sem áður var
vitnað til. Hermann Pálsson bendir jafnframt á „að heimildir okk-
ar geta ekki um neina einustu íslenska völu sem fremur seið í því
skyni að skyggnast inn í framtíðina“.52
Hins vegar geta „heimildir okkar“ um völvu sem kom af Há-
logalandi og settist að á Vatnsnesi í Bolungarvík og nefnd er í
íslenskum heimildum, sjálfri Landnámabók, vegna kunnáttu sinn-
ar og fjölkynngi, Þuríði sundafylli. Hluti af lærdómi hennar —
eins og annarra háleyskra seiðkvenna — var þekking á heiðinni
heimssögu: upphafinu, sköpuninni, átökum og endalokum heið-
ins heims. Lýsing á pínslum fordæmdra og nýjum heimi eru krist-
in áhrif sem voru óþekkt á Hálogalandi á lOdu öld, sem þá var
heiðið land. Landnámsmenn á íslandi höfðu hins vegar spurnir af
50 Völuspá með formála og skýringum eftir Hermann Pálsson, bls. xix.
51 íslenzk fornrit IV, 1935, bls. 206.
52 Völuspá með formála og skýringum eftir Hermann Pálsson, bls. xviii.