Skírnir - 01.04.2009, Page 109
SKÍRNIR
KONUSKEGG OG LOÐNIR BOLLAR
107
segir sína sögu um þá takmökuðu listnautn sem þessi kveðskapur
virðist hafa upp á að bjóða, og fram undir miðja 20. öld var algengt
að nota orð eins og „barbarischen stilgefiihl" (Krause 1930: 10)
um myndmál kenninganna. Hér var um frumstæðar þreifingar að
ræða fremur en velheppnaða póesíu. Gömlu skáldunum tókst bara
ekki að gera fallegar (þ.e. hómerískar) metafórur þótt þau gjarnan
vildu. Finnur Jónsson kenndi hinu stranga bragformi um hina
misheppnuðu útkomu (bragfjötrakenningin), en loks þegar kenn-
ingarnar hverfa á fyrstu öld kristni „hrista vers skáldanna af sér
forneskjulega, þunga málpúpu og fljúga út eins og kvikandi létt
fiðrildi" (Finnur Jónsson 1920: 389; mín þýðing).2
Konráð Gíslason var einna fyrstur manna til að koma auga á að
fagurfræðileg markmið elstu skálda væru önnur en seinni tíma
manna. Konráð skrifar m.a. að skáldin sýni „viðleitni til að fram-
kalla áhrif með því undarlega" (1872: 299; mín þýðing)3, þó svo
hann láti einnig að því liggja að strangt bragformið geti skýrt sumt
í hinum undarlega stíl dróttkvæða. Segja má að slíkar bendingar
um annarskonar fagurfræðihugsun fornskálda hafi fallið í grýttan
jarðveg hjá lærisveini hans, Finni Jónssyni. Finnur skildi þessi
,undarlegheit‘ kenninganna sem hreina tilviljun sökum áður-
nefndra bragfjötra, bakvið kvæðin lá vilji klassískrar fagurfræði
sem æskti að myndmál kenningarinnar „framkallaði fallega og
umfram allt náttúrulega mynd“ (Finnur Jónsson 1920: 385; mín
þýðing).4 Þessi dómur, sem reyndar var lengi ráðandi sýn fræði-
manna á kenningalistina, hefur varpað lengstum skugga yfir nor-
ræn dróttkvæði sem bókmenntagrein. Þess ber að geta að allur
skáldskapur sem innihéldi myndmál og líkingar sem við þætt-
umst viss um að væri slengt fram af handahófi, eða til að fylla upp
í kröfur bragforms, myndi missa gildi sitt, einkum ef við styðj-
umst við skilgreiningu hins mikla skáldfræðimanns A.E. Hous-
man á skáldlistinni, þ.e. að „... skáldskapur er ekki hvað er sagt,
2 „... afrystede skaldenes vers en gammeldags tung sprogpuppe og floj ud som
lette og vævre sommerfugle."
3 „... en Stræben efter at frambringe Indtryk ved det Usædvanlige."
4 „... frembragte et smukt og fremfor alt naturlig billede."