Skírnir - 01.04.2009, Page 110
108
BERGSVEINN BIRGISSON
SKÍRNIR
heldur hvernig er sagt“ (mín þýðing).5 Slíkur skáldskapur hlýtur
að standa jafnvel ósjálfráðri skrift hálfsofandi súrrealista að baki.
Guðbrandur Vigfússon og Powell eru fyrstir manna til að benda á
gildi dróttkvæðra kenninga sem heimilda um „það forna líf, þá
hugsun og trú sem kristallast þar í“ (Guðbrandur Vigfússon og
Powell 1883 II: 447; mín þýðing).6 Hér mætti tala um mikla fram-
för til skilnings á því, að sama hve fáránleg dróttkvæði kunna að
virðast, þá eru þau alltaf heimild um mannlega hugsun. Skilningur
þeirra Oxford-manna var sá að einnig dróttkvæðaskáldið miðli
bæði hugsun og tilfinningum með líkingum sínum og myndmáli
(:metaphors and figures), en þetta atriði, þ.e. meðvituð og ekki til-
viljanakennd notkun líkinga og mynda hlýtur að skilja milli feigs
og ófeigs skáldskapar á öllum tímum. Kenningarnar eru ekki til-
viljunarkenndar formúlur líkt og látið er í veðri vaka í Snorra-
Eddu. Þeir kumpánar í Oxford vildu einmitt skýra þetta fásinni
gagnvart metafórum dróttkvæða með því að vísa til þeirrar form-
úlusýnar á kenningarnar sem rekja má til Snorra Sturlusonar:
Reyndar er það svo að hann [Snorri] byrjaði á vitlausum enda, og hefur
hann afvegaleitt flokk af fræðimönnum sem á eftir honum hafa komið.
Þeir hafa enga afsökun. Iðju Snorra má réttlæta með hliðsjón af verkefni
hans, sem snerist ekki um að rannsaka hugsun og tilfinningar gömlu
skáldanna, heldur einfaldlega að búa til handhægan ,Grallara‘. (Guð-
brandur Vigfússon og Powell 1883 II: 447; mín þýðing).7
Þess var lengi að bíða að fræðimenn gæfu ,hugsunar-kristöllum‘
kenninganna nokkurn gaum með þeirri sálfræðilegu aðferðarfræði
sem fræðimennirnir í Oxford sáu fyrir sér að þyrfti til. Einar Ólaf-
ur Sveinsson skrifaði grein um kenningalistina í Skírni (1947),
mjög í anda fyrrnefndra orða Konráðs Gíslasonar um viðleitni
5 „Poetry is not the thing said but a way of saying it.“ A.E. Housman sagði þessi
frægu orð í fyrirlestri við háskólann í Cambridge árið 1933.
6 „...the ancient life, thought, and belief as embodied therein."
7 „In fact, he [Snorri] began at the wrong end, and he has led the tribe of
commentators after him. They have no excuse. He is justified by his object,
which was not the study of the old poet’s minds and feelings, but simply the
production of a handy ‘Gradus’.“