Skírnir - 01.04.2009, Page 111
SKÍRNIR
KONUSKEGG OG LOÐNIR BOLLAR
109
fornskálda til að „framkalla áhrif með því undarlega", og þar er
Einari tíðrætt um að listarnautn dróttkvæða hljóti að liggja í þeim
blæstríða mishljómi sem kenningarnar framkalla, einkum þær
kenningar sem hann flokkar sem ,norrænar‘. Þó að hér sé um mikið
framfaraskref að ræða var það fyrst með grein Stefáns Einarssonar
að Islendingur gerir atrennu að hinum breiðari hugmyndafræðilega
grundvelli elstu dróttkvæða, og tengir Stefán fagurfræði elstu kvæða
við þá uppreisnargjörnu og and-grísku fagurfræði sem finna mátti
m.a. hjá súrrealistum og í kúbískri myndlist. Margt frumlegt er að
finna í grein Stefáns og hefði gjarnan mátt halda áfram á þessari
braut til að varpa Ijósi á framandi hugsun dróttkvæða. Ahugavert er
að lesa lokaorðin í grein Stefáns með tilliti til þess sem nefnt hefur
verið um hlutskipti dróttkvæðagrúskarans gegnum tíðina. Þar er
engu líkara en Stefán verði að lokum að afsaka rannsókn sína og láta
hinn ráðandi smekk hafa síðasta orðið:
Eru dróttkvæði stórfelldur skáldskapur eða ómerk listgrein? Okkar
stærsti íslenski fræðimaður og gagnrýnandi, Sigurður Nordal, hefur svar-
að þessari spurningu neitandi. Samkvæmt honum eru dróttkvæði svo
flókin og óáhugaverð að þau eru aðeins lesin af afvegaleiddum skólastrák-
um og þurrum, rykföllnum íslenskum fræðimönnum. Ekki myndi ég
dirfast að andmæla... (Stefán Einarsson 1963-4: 142; mín þýðing).8
Það ber að taka fram að fyrrgreindar vísanir eru ekki tíundaðar
hér til að kasta rýrð á gengna fræðimenn. Ondvert við orð
Oxford-manna hér að ofan tel ég að þeir hafi haft gilda afsökun
fyrir því að líta á dróttkvæði sem fagurfræðilegan vanskapning.
Afsökun þeirra felst í því að sú grísk-rómverska fagurfræði (les:
klassíska) sem drottnað hefur norður hér síðan kristni festist í
sessi, var ekki afhjúpuð fyrr en líða tók á 20. öldina, og reyndar
virðast kenningar hennar og smekkur sitja í fólki enn um sinn.
Grísk-rómverska fagurfræðin var einfaldlega hinn eini sanni
mælikvarði á allar bókmenntir, og ekki það afstæða og menning-
8 „Is skaldic poetry great poetry or inferior art? Our greatest Icelandic scholar and
critic, Sigurður Nordal, has answered this question in the negative. According to
him, skaldic poetry is so difficult and uninteresting that it is read only by mis-
lead schoolboys and dry-as-dust Icelandic scholars. I would not dare to
disagree...“