Skírnir - 01.04.2009, Page 112
110
BERGSVEINN BIRGISSON
SKIRNIR
arbundna hugsunarform sem hún í rauninni er. í þessu misræmi
birtist ,veikleiki‘ og styrkur elstu dróttkvæða í senn: Þau eru til
vitnis um þá hugsun sem ríkti hér áður en grísk-rómversk áhrif
ruddu sér til rúms. Elstu dróttkvæði eru að öllum líkindum einu
norrænu textarnir til vitnis um fagurfræði sem hægt væri að merkja
á nútímavísu sem ,Made in the North'. Þetta gerir þau að einu
merkasta framlagi norðursins til heimsbókmenntanna, og um leið
að dýrmætum hugarfarsheimildum — sennilega þeim dýrmætustu
sem við höfum aðgang að á norðurslóðum. Einnig skýrir þetta
samúðarsvip forleggjarans sem frá var sagt í upphafi.
Sá klassíski nykraði djöfull
Sökum þess að listfengi dróttkvæða er okkur meir eða minna
hulið, felst krafa þeirra ekki aðeins í kreddu- og dogmalausri
greiningaraðferð, þau gera einnig þá kröfu að maður viti hvaðan
sú tilfinning eða hugsun sé sprottin að eitthvað sé bogið við þau.
Líkt og Alastair Minnis (2005) sýnir fram á í grein sinni um
ímyndunarafl og minni á miðöldum, eru aðvaranir gagnvart hinu
óbeislaða ímyndunarafli allsstaðar nálægar hvort sem litið er til
grískra eða evrópskra miðaldatexta. Þegar kom að myndum hug-
ans (imago) var mikilvægt að þær lytu stjórn skynseminnar (ratio),
svo myndirnar yrðu ekki að skrípum eða hlutum sem ekki voru
raunverulegir á nokkurn hátt (phantasma). Myndir sem ekki báru
þess merki að vera birtingarform eða eftirlíkingar veruleikans
(;mimesis), eða voru myndir af einhverju óséðu og óþekktu, fá
falleinkunn í ritum Platóns, eins og Minnis sýnir fram á, og eru
að auki dæmdar afvegaleiðandi og blekkjandi (Minnis 2005: 242
o.áfr.). Hér er mikilvægt að átta sig á að hugarmynd (imago) sem
blandar saman fleiri en einum veruleika og sker sig þar með frá
náttúru-mímetískum myndum, er dæmd sem afvegaleiðandi og
óæskileg ef gengið er út frá hinni grísku hugmynd um ratio sem
keppikefli mannlegrar hugsunar og breytni. Hjá Aristóteles
kemur þessi skynsemishyggja meðal annars fram í skrifum hans
um drauma, sem hann lýsir sem sérstaklega vafasömum fyrirbær-
um sökum þess að skynsemi mannsins er ekki virk til að stjórna