Skírnir - 01.04.2009, Qupperneq 113
SKÍRNIR
KONUSKEGG OG LOÐNIR BOLLAR
111
innri hugarmyndum þegar maður sefur (Minnis 2005: 243, De
somniis 3, 460b-461a).
Segja má að eitt hugtak vaxi upp úr þessari skynsemishyggju
sem hefur haft meiri áhrif á listsköpun á Vesturlöndum en nokkuð
annað, og er það mimesis sem áður er nefnt. Margar lærðar bækur
hafa verið ritaðar um það hvað t.d. Aristóteles virðist leggja í hug-
takið, og er það til að æra óstöðugan að voga sér á þær jússur. Af
texta hans að dæma virðist hann nota orðið í merkingunni ,eftir-
líking', en menn deila um hvernig beri að skilja þetta og þýða. Ef
eftirlíking er skilin sem ,sköpun líkra aðstæðna eða það að svipa
hlutum saman‘, og að málarinn ,búi til‘ slíkt meðan skáldið ,lýsi‘,
þá gætum við stuðst við handbækur heimspekinnar og skilið
mimesis sem ,birtingarform einhvers‘ (sjá Barnes 1999: 275). Aðrir
hafa bent á að slíkur skilningur sé fyrst og fremst dæmigerður
fyrir Evrópumenn á miðöldum. Keith Oatley leiðir t.d. rök að því
að Aristóteles hafi heldur átt við einhverskonar ,endursköpun‘
eða ,enduryrkingu‘ með hugtakinu sem sjálfsagt heldur ,manni‘
og ,heimi‘ (eða dreka og vindmyllu) skýrt aðskildum og ljær því
Aristóteles það innsæi að maðurinn getur aldrei ,afritað‘ veruleik-
ann, aðeins búið til huglæga gerð af honum (Oatley 2003: 161
o. áfr.). Á þ ennan veg hafa heimspekingar eins og Nelson Good-
man og Hans-Georg Gadamer valið að skilja mimesis-hugtakið,
eða öllu heldur: Svoleiðis hafa þeir valið að gera wzzVzesw-hugtakið
merkingarbært (Warnke 1993: 79-80). Slíkur skilningur á mimes-
is er mjög í anda þess hvernig skynjun manneskjunnar er lýst í
fyrirbærafræðum Husserls: Manneskjan býr til huglæga ,gerð‘ af
því sem hún skynjar, líkt og liggur í ,intensionalitet‘-hugtakinu;
das ding an sich, eða ,hluturinn í sjálfum sér‘ er út úr myndinni
þegar kemur að skynjun og miðlun (lista)-mannsins.
Hvað sem þessu líður vitum við að mimesis var skilið sem ,eft-
irlíking' meðal lærðra í Evrópu, og um leið varð hin nákvæmasta
eftirlíking veruleikans að fagurfræðilegu höfuðmarkmiði líkt og
greina má í grískri höggmyndalist á síðustu öldum fyrir Krists
burð. Því var þó ekki að heilsa að phantasma-mynd'wn&v hyrfu af
sjónarsviðinu, enda má kannski halda því fram að þær séu nátt-
úrulegri í hugsun mannsins en hinar skynsemisstýrðu myndir, og