Skírnir - 01.04.2009, Page 117
SKÍRNIR
KONUSKEGG OG LOÐNIR BOLLAR
115
þar sem hann byrjar á að smíða finngálkn til aðvörunar öllum lista-
mönnum svo gjörla má greina að prjónað er út frá samræmishugs-
un Aristótelesar. Áhrif Hórasar á seinni tíma eru óumræðileg, hans
kenning um decorum var m.a. efst á blaði franskra og enskra upp-
lýsingarmanna svo dæmi sé tekið (sjá Leitch 2001: 123).
Hóras getur hjálpað okkur að skilja fagurfræði dróttkvæða
sökum þess að þau eru líkt og andþesa decor»w-hugsunarinnar um
smekkvísa beitingu þess sem er viðeigandi, sæmandi, í réttum hlut-
föllum og í samræmi. Hóras skrifar um þá listamenn sem vantar
hæfni til að forðast galla í listaverkum sínum: „Eins er farið fyrir
rithöfundinum sem langar að gera stórkostleg tilbrigði við eitt
þema og málar höfrung í skóginn sinn og villigölt á sjónum“
(Leitch 2001: 124).14
Það vill svo til að slíkar listrænar ,yfirsjónir‘ eru reglan í norðr-
inu fyrir tíma kristni; hér lýsir Hóras ekki aðeins vilja elstu skálda til
að gera mörg brigði við sama þema (les: margar kenningar um sama
táknmið) heldur dregur hann fram sem dæmi hugsun sem einnig
liggur að baki vinsælu norrænu kenningamódeli. Þetta módel gætum
við séð sem hugtaksveruleika (conceptual) í huga fornmanna, við
gætum skrifað það sem skip eru dýr hafsins, og kenningabrigðin
sem skáldin gera út frá módelinu bjóða alltaf upp á andstæðuspennu
milli lands og sjávar, m.ö.o. finnum við í dróttkvæðum bæði þau
,unnsvín‘ og þá ,túnhvali‘ sem Hóras fordæmir.15
Nykur norðursins
Úr þessari deiglu klassískrar fagurfræði eru hugtökin nykrat eða
finngálknat smíðuð hér í norðrinu rúmum tólf hundruð árum
14 „Similarly, the writer who wants to give fantastic variety to his single theme
paints a dolphin in his woods and a wild boar in his sea.“ Enska þýðingin á Ars
Poetica Hórasar er eftir D.A. Russell.
15 Með kenningamódeli er átt við regluna að baki kenningabrigðunum. Eitt kenn-
ingamódel er t.d. skip eru dýr hafsins, og kenningabrigðin óteljandi, svo sem
,hrútr húms‘, ,fjarðar elgr‘ o.s.frv. Það sama kallaði Einar Ólafur Sveinsson
(1947) „eyðublaðið" og norrænufræðingar strúktúralismans „kenningatýpur".
Kenningamódelin minna um margt á hugtakslíkingar (conceptual metaphors)
(sjá kafla um kognitív vísindi aftar).