Skírnir - 01.04.2009, Síða 118
116
BERGSVEINN BIRGISSON
SKÍRNIR
eftir að Vitruvius fordæmdi finngálknin syðra, sem sá „lQstr“
(Ólafur Þórðarson) er „þykkir spilla“ (Snorri Sturluson). Fremsta
boðorðið er að maður haldi sömu myndinni út sama vísuhelming
eða vísu, en líki ekki sama hlutnum við marga ólíka hluti „sem
nykur skiptist á margar leiðir“ eins og Ólafur kemst að orði (Jón
Sigurðsson o.fl. 1852: 122). Að baki höfuðskilgreiningu hugtaks-
ins nykrat (barbarismos) liggur nánar tiltekið krafan um það sem
í hugtakslíkingafræðum (conceptual metaphor theory) heitir einn-
á móti-einum samsvörun (one-to-one-correspondance) milli
myndliðar (source) og táknmiðs (target) — byrji maður á að líkja
sverði við orm, skaltu gera svo út alla vísuna, segir Snorri í
Háttatali. Andþesu þessa er víða að finna í elstu dróttkvæðum svo
sem þegar Þjóðólfur úr Hvini kennir eldinn sem ,sævar nið‘,
,meinþjóf markar' og ,glóða garm' í einu og sama erindinu (sjá 1B:
7, Ynglingatal 4. vísa, mynd l).16 Glóðar garminum er att á kon-
unginn af sonum hans, segir skáldið, hér er um myndræna fram-
setningu að ræða af því er bræður brenna föður sinn inni til að
taka yfir ríki hans: Eldhundurinn ,bítur konunginn glymjandi'.
Hér vísar myndmálið að öllum líkindum til ragnaraka og þess er
Óðinn er gleyptur af öðrum garmi — Fenrisúlfi. Myndin og vís-
unin sem í henni felst sýnir okkur dóm skáldsins um föður-
morðið; blendingsmyndin sýnir okkur í „tvo eða fleiri heimana"
eins og Davíð Erlingsson kemst að orði um það þegar nykrun
heppnast (1998: 59).
Hin skilgreiningin á nykrat (cacenphaton) felst í ósamræmi
myndliðar og umsagnar svo sem er Bragi inn gamli kennir Mið-
garðsorm sem ,þveng‘ er ,starir‘ á Þór (Ragnarsdrápa 17), en þveng-
ur getur ekki starað og ,skip ekki gengið' líkt og Ólafur hvítaskáld
bendir á í sínu dæmi um finngálknað (cacenphaton) (Jón Sigurðs-
son o.fl. 1852: 122). Snorri Sturluson undirstrikar mikilvægi þess
að „halda til náttúru [ormsins]“ (Finnur Jónsson 1931: 217), og
þessi höfuðregla kemur aftur fram í Háttatali í samhengi við ný-
rnyndun kenninga (nýgervinga), þ.e. myndmálið sem skáldið velur
16 IB (eða IIB) vísar til dróttkvæðaútgáfu Finns Jónssonar, í heimildaskrá: Finnur
Jónsson (útg.). 1912-1915.