Skírnir - 01.04.2009, Page 121
SKÍRNIR
KONUSKEGG OG LOÐNIR BOLLAR
119
persónulegri vísum hans varðveittum (IIB: 90). Hér leikur skáldið
með tvö kenningamódel, skipið er dýr hafsins (elfar tdfir) og hermaður
er seðjandi rándýra/-fugla, og sýnir að hann hefur kunnað að meta þá
gömlu íþrótt kenninganna að skapa spennu; hér stillir hann manndrápi eða
líkáti úlfsins við hlið mannsins sem gengur um borð í skip og „seður“
skipið. Segja má að hér sé vísir að þeirri spennusköpun kenninganna sem
rímar við þá breiðari skilgreiningu hugtaksins nykrat sem leidd eru rök að
hér. Slíkt er það reyndar sjaldgæft meðal kristinna skálda — hér er
Rögnvaldr jarl kali ein af undantekningunum.19 Hitt er annað mál að þeir
frændur boða klassíska fagurfræði, og sú hneigð mótar vissulega lungann
af þeirra vísum — meistarar nykrunar eru og verða alltaf fomskáldin. Það
fallega er að þeir frændur fordæma ekki og kasta því gamla heldur höndla
það með sömu virðingu og nýjustu tískur sunnanað. Þetta er eitt af því
stórfenglega við íslenska miðaldamenningu.
I myndblöndu kenninganna er sjálfa stefnuyfirlýsingu elstu fag-
urfræðinnar að finna, og þannig mætti kannski segja að sjálft orðið
nykrat (af nykr), lýsi þessari myndblöndun eða katakresu kenning-
anna betur en skilgreiningar þær sem miðaldamenn gáfu hugtakinu,
og er það aðalinntak greinar Davíðs Erlingssonar um nykrað (1998)
að skýra þann merkingarauka sem í orðasmíðinni og vísun hennar
liggur. I miðaldaritinu Physiologus er nykur eða finngálkn skilgreint
á þann veg að „Onocentaurus heiter dýr þat es vér kgllum finngalk-
an. Þat es maðr fram en dýr aptr“.20 Blendingsmyndir kenninganna
bera svip djöfulsins á miðöldum, en að baki hyrndum djöfli og glóða
garmi liggja andstæðar og ósamræmanlegar fagurfræðihneigðir.
19 Hér verð ég að láta að nægja að vísa til úttektar minnar á 22 skáldum frá
Þjóðólfi úr Hvini til ónafngreinds skálds á 15. öld, þar sem ég tók stikkprufur
út frá skilgreindum „kognitívum forneinkennum", sem m.a. má finna í mynd-
máli sem einkennist af „andstæðuspennu“ (sjá Bergsvein Birgisson 2008b:
182-184). Almennt má segja að kristinn skáldskapur sé fátækari af skáldlegum
líkingum því kenningum fækkar á fyrstu tveimur öldum kristni, og myndmál
verður minna hlutbundið og persónulegt (sjá Bergsvein Birgisson 2008a:
156-160, 294-295 og 342-343), auk þess sem fagurfræðileg heildaráhrif og
stíleinkenni taka miklum breytingum (sjá sama rit bls. 137-139 og 148-177).
20 Textinn er í íslensku handriti frá u.þ.b. 1200 (AM 673a I 4to). Hér styðst ég við
normalíseringu Einars Sigmarssonar 2005: 293. Varðandi fleiri skilgreiningar á
fyrirbærinu svo sem í Orvar-Odds sögu og Blómsturvalla sögu, sjá sömu grein
bls. 293-294.