Skírnir - 01.04.2009, Page 122
120
BERGSVEINN BIRGISSON
SKÍRNIR
Um greiningartól lougsunarfrœða
Aður en vikið er að fagurfræði dróttkvæða er nauðsynlegt að gera
stutta grein fyrir þeirri greiningaraðferð sem ég hef valið til krufn-
ingar á hugsun þeirra. Svo framandi bókmenntir gera ekki aðeins
tilkall til kreddulausrar fagurfræðigreiningar, í framandleika sín-
um kalla þau á greiningaraðferð á mannlegri hugsun almennt. Eg
hef valið að nota kognitív vísindi, sem í anda Þorsteins Gylfasonar
mætti kalla hugfræði eða hugsunarfræði (cognitive science / cogni-
tive linguistics).21 Aðal þessara fræða hverfist um að greina mann-
lega hugsun niður í frumparta sína, og sýna fram á venslin milli
partanna í því ferli sem kalla mætti merkingarsköpun mannshug-
ans — sem er sá kjarni sem þessi fræði snúast um. Hér eru hugtök
eins og skema (schema), módel (model) eða líking (metaphor)
frumpartarnir sem síðan greinast í fjölmarga liði allt eftir hlutverki
þeirra og eðli, hvort sem er í manninum sjálfum eða menningunni
utan við hann. Mikilvægt er að geta þess að stór hluti af þessum
skipuleggjandi og merkingarskapandi módelum eða líkingum
mannshugans er samkvæmt hugsunarfræðum ósýnilegur í mæltu
máli. Hér er öllu heldur um að ræða hugtakslegan veruleika
(iconceptual) sem liggur að baki málinu um leið og hann ljær því
merkingu. I broddi fylkingar hér er hugtakslíkingin (conceptual
metaphor) sem miðar á þennan hugtaksveruleika sem bæði er
óhlutbundinn, ómeðvitaður og að baki málinu, og þennan hluta
málsins vel ég líkt og kognitívistar að rita með smækkuðum
hástöfum.22 Dæmi um hugtakslíkingu væri ef ég klappaði á öxl
einhvers sem orðið hefur fyrir áfalli af einhverju tagi og segði, ,þú
21 Þorsteinn þýddi „cognitive psychology" sem hugsálarfræði í bók sinni Að
hugsa á íslenzku (1996).
22 Eg hef séð dæmi þess að „conceptual metaphor" sé íslenskuð sem „hugarlíking"
(Bergljót Soffía Kristjánsdóttir 2008), en þá má spyrja hvaða líking sé ekki úr
huga mannsins — hugarlíking? Mikilvægt er að halda hugtakslíkingum
(conceptual metaphors) aðskildum frá öðrum líkingum sem á þeim eru byggðar,
svo sem skáldlegum (noveí) eða myndrænum (image) líkingum. Líkt og
Bergljót bendir á má gera ráð fyrir örum endurskoðunum í þýðingum á orða-
forða hugsunarfræða (sem Bergljót velur að kalla hugræn fræði), og eru mínar
tillögur í þessu skrifi sjálfsagt ekki undanskildar.