Skírnir - 01.04.2009, Side 127
SKÍRNIR
KONUSKEGG OG LOÐNIR BOLLAR
125
miðið sé ekki gefið upp að öðru leyti en því að vísað er til einhvers
konar ,dulrænna krafta'. Samkvæmt rannsóknum mínum má segja
að fagurfræðileg lífæð dróttkvæða, andstæðuspennan, kviki enn af
lífi meðal elstu skálda og er þar afgerandi að hafa hliðsjón af hinu
víðara samhengi kenninga og kvæða (sjá síðar í greininni) sökum
þess að kristnu skáldin styðjast vissulega við sömu kenningamód-
elin og fornskáldin. Kenningarnar missa tengslin við sína upp-
runalegu fagurfræðihugsun og listrænu lífæð við hugarfarsbylt-
ingu kristninnar; Hallvard Lie (1952) vísar til þessa sem andlegs
dauða dróttkvæða.
Ef við beinum nú sjónum að því hvernig andstæðuspenna kenn-
inganna kemur fram, er nærtækt að byrja á kenningamódelum þar
sem andstæðum höfuðskepnum er att saman (náttúruandstæður),
og hafa greinilega verið fornskáldum hugleikin. Andstæðuparið
land og sjór býr að baki hafkenningum eins og Ránar vegr,
Ægh grund eða Ala land. A þessum grunni er hafið ,land‘ þangs-
ins, ,vegur‘ skipsins, öldunnar og sækonungsins, en aldan er ,fjall‘,
,hlíð‘ eða ,brekka‘ sækonungsins og kjarrið er ,þang‘ hlíðar. And-
stæðar höfuðskepnur eru líka grunnskema kenningamódelsins um
skipið sem dýr hafsins, og hér geta jafnt hrútar, elgir, hreindýr og
fílar þjónað sem myndliðir sem brjótast um á bárum hafsins. Það
mætti ef til vill skilja kenningu Sighvats Þórðarsonar á 11. öld sem
lífgunartilraun á stirðnaðri andstæðuspennu þegar hann kallar
hestinn sinn ,skip landsins' eða rastar knQrr, sem snýr því við-
tekna við (IB: 254). Húsið er síðan ,skip‘ gólfs eða eldstæðis og
landdýr verða sjávardýr landsins svo sem er slangan eða orm-
urinn kallast ,fiskur dalsins', ,lax hlíðar' eða .þorskur heiðar', og
grasbíturinn ,hvalur dals‘ svo dæmi séu nefnd (sjá Meissner 1921:
112 o.áfr.).
Hina vinsælu kenningu um gullið sem eld allra vatna má sjá
sem tilbrigði við andstæður lands og sjávar. Þótt kenningamód-
elið stirðni snemma sökum vinsælda má rekja það til hinnar gömlu
trúar á hið frjóa og nýskapandi í árekstri andstæðnanna; hinn
æðsti málmur fæðist úr eldi og vatni. Myndin birtist okkur skýrt
enn í dag: Gull getur skinið eins og eldur í vatni.