Skírnir - 01.04.2009, Page 129
SKÍRNIR
KONUSKEGG OG LOÐNIR BOLLAR
127
fram andstæðuparið villtur og TAMINN, sem m.a. speglast í
kenningu Þjóðólfs úr Hvini um uxann sem er okbjQrn (IB: 10).
Enn vinsælla er að etja saman andstæðum stéttum höfðingja-
veldis og bændasamfélags eins og fram kemur í vinsælu orðtaki
um manndráp að þar ,fæði hermaðurinn úlf eða hrafn‘. Vörpunin
er á milli hversdagssýslu bænda eða þræla sem fæða húsdýrin (kýr,
svín, kindur, hænur o.s.frv.) og þessi hversdagsmynd myndar gró-
teskt spennusamband við hermanninn sem stendur við blóðug lík
óvinanna sem hæna að sér rándýr og hræfugla. Eftirmæli óvinanna
gengur út á að jafna blóðugum og blánuðum líkum þeirra við
dýrafóður, og liggur lítil sæmd eða orðstír þar í; en einnig leika
skáldin hér með samfélagslega mótpóla, þrælinn og hinn frjálsa
mann eða konungsmanninn. Lifandi dæmi um þessa andstæðu-
spennu er þegar víkingurinn Hásteinn Hrómundarson (um miðja
10. öld) lætur orð falla upp við haug fallinna hermanna, áþekk
þeim sem bóndi myndi segja um væna sátu eftir heyannir: Hér
megu séa merki dags verks daltangar (IB: 91), þ.e. ,hér gefur að
líta dagsverk handarinnar' (daltpng: dalr = bogi, töng bogans =>
höndin). Spennan milli þessara sviða kviknar í hinu algera skeyt-
ingarleysi sem jafnar manndrápum við hverja aðra búsýslu (hér
leikur skáldið með tvíræðni orðsins dalr). Slík grótesk spenna er
eftirsóknarverð meðal elstu skálda.
I þessu sambandi mætti benda á vísur Egils Skalla-Grímssonar
um drápið á Ljóti (IB: 49, sjá einkum vísur 29, 30 og 32) þar sem
skáldið myndar stöðugt hugrenningar til barnaleikja og uppeldis
mitt í blóðbaðinu. Þannig ,leikur‘ Egill við ,bleikan hal‘ sem einnig
er ,skæru-drengur‘, og hann ,kyrrir kappa errinn' og hefur kannski
minnst þess með glotti er hann sljákkaði í ólátum sonanna á Borg.
En þessum ,gamanleik‘ er teflt gegn algerri andstæðu í einni inn-
skotssetningu: komi grn á hrce.
Samskonar andstæðuspenna er uppi á teningnum þegar skáld-
in líkja mannvígum eða dauða við erótískar athafnir, svo sem er
Haraldur harðráði mælir með að maður nokkur kyssi oxar munn
en þunna (IB: 330), sem vel mætti kalla „ókyssilegan“, og byggir
sennilega á módelinu um öxina sem tröllkonu skjaldar. Ann-
að dæmi um þetta má sækja til Hákonardrápu Hallfreðar vand-