Skírnir - 01.04.2009, Page 131
SKÍRNIR
KONUSKEGG OG LOÐNIR BOLLAR
129
í dróttkvæðu dæmunum er
(kyn)-LÍFi og dauða att sam-
an, GRIMMD OG FAÐMLÖGUM,
HEITU OG KÖLDU, MJÚKU OG
hörðu svo nokkuð sé nefnt.
Gróteskan er ein af birtingar-
myndum andstæðuspennunn-
ar meðal norrænna heiðingja,
en þessi fagurfræðihneigð and-
stæðnanna hefur mun víðari
skírskotun og jafnvel trúarlega,
líkt og við komum að síðar.
Þess ber að geta að meðal
elstu skálda má reyndar finna
náttúru-mímetískar myndir,
málið er að þær finnur maður
aldrei einar og sér. Slíkar nátt-
úrumyndir heilla ekki nema
sem mótpartur í sköpun and- Mynd 3. Ein möguleg myndbirting
stæðuspennunnar. Þannig finn- gróteska dauðans í Ynglingatali.
um við í Haustlgng Þjóðólfs (Kjartan Hallur Grétarsson)
úr Hvini arnarkenninguna
valkastar báru már, þar sem táknmiðið er reyndar jötunninn
Þrymur í arnarham (IB: 14). Þreifum nú okkur í átt að táknmiðinu
og byrjum til dæmis á að sjá fyrir okkur síðasta hlutann: máv á
báru. Hér mætti tala um hreina náttúrumynd, en síðan sjáum við
að hann er báru már valkastar, þ.e. haugs fallinna hermanna, sem
gerir hann að rán- eða hræfugli. Við greinum hvernig skáldið miðlar
okkur rökum fyrir líkingu sinni (grounds), m.a. í því hvernig formi
þótt Bakhtín beini sjónum að grótesku í kaþólskri miðaldahefð Evrópu, þá
telur hann líkt og Aaron Gurevich (1992) að gróteskan eigi rætur að rekja langt
aftur í heiðna forneskju. Hugtakið gróteska er leitt af ítalska orðinu grotta, þ.e.
hellir, þar sem slíkar ,ósæmilegar‘ myndir hafa fundist. Segja má að gróteskan
sé eitt aðalverkfæri trikstersins í ólíkum menningarheimum. Carl Gustav Jung
skilgreindi triksterinn sem eina af erkitýpunum, þ.e. menningarmódel sem
finna má á öllum tímum.