Skírnir - 01.04.2009, Page 134
132
BERGSVEINN BIRGISSON
SKÍRNIR
ins).29 GeðfjQrðr er kenning um brjóstið (þar sem menn hugsa) og
lá vísar bæði til öldu sem brotnar og líkamsvessa, en hér er það
vökvinn í brjósti skáldaguðsins sem um ræðir (Suttungs-
mjöðurinn) og skáldið veitir áfram yfir bekkina í Hjarðarholti.
Hliðstæða ælunnar og skáldskaparins er of bersýnileg til að vera
tilviljun ein, eða bara til marks um þann hátt skálda að kenna í takt
við söguna; hér hlýtur andstæðuspennan (sem finnst einnig í sög-
unni) að vera dregin viljandi fram af skáldunum í því skyni að
skapa fró eða listnautn; þeir gera sér mat úr ælunni — ef svo mætti
að orði komast.
Þótt hér hafi tekist að varpa ljósi á hluta þess hugtaksveruleika
sem liggur líkingunni (og sögninni) um skáldamjöðinn að baki, þá
er ekki þar með sagt að við skiljum merkingu hennar til fulls — til
þess vantar okkur vissar þekkingarforsendur (background know-
ledge) sem voru sjálfsagðar í norræni fornmenningu. Okkur virð-
ist líking skáldskapar við ælu lítið meira en undarleg, og þó meira
en lítið undarleg.
Líkingahugsun fornmanna mætti einnig tengja við ofljóst hug-
takið í skáldskaparfræðunum. Ofljóst er það t.d. þegar nafn ein-
hvers er falið í kenningum, svo sem þegar Egill Skalla-Grímsson
kennir Arinbjörn vin sinn sem birkis ótta bjóða bjQrn (IB: 40, 16.
vísa Arinbjarnarkviðu [birkis ótti = eldur => bjóð (borð) eldsins
=> arinn). Líkindin eiga ekki endilega að vera skýr eða bersýnileg
(sbr. Aristóteles), heldur virðist manni ætlað að þreifa sig fram til
skilnings með ,bragar fingrum', og í þessum þreifingum and-
stæðuspennunnar þar sem fjarstæðukenndar myndblandanir flökta
fyrir hugskotssjónum, hlýtur hvort í senn að vera falið: Skáld-
skapargildi og listnautn dróttkvæða. Hér er kannski um að ræða
sjálfan múrinn milli dróttkvæða og nútímamanneskjunnar. Nú á
tímum er sú líkingahugsun, svo sem auglýsingar og annað er lýtur
að keppni um eftirtekt, eins og vaxin upp úr klassísku skýrleika-
hugsuninni, en mætti kannski kalla enn ,klassískari‘ á þann hátt að
sú líking sem ekki er gripin og skilin undireins er dæmd dauð og
29 Kenningin er svo: geðfjarðar lá Hildar hjaldrgegnis, Hildar hjaldr = > orrusta.
Gegnir orrustunnar getur bæði verið Óðinn eða hver annar hermaður; e.t.v.
vísar skáldið einnig til sjálfs sín með kenningunni (IB: 128).