Skírnir - 01.04.2009, Page 139
SKÍRNIR
KONUSKEGG OG LOÐNIR BOLLAR
137
Dæmin að ofan sýna að fagurfræðileg grunntilfinning kenn-
ingarlistarinnar er í samræmi við forna lífsspeki eða trú á að
árekstrar andstæðna séu nýskapandi og leysi grunnkrafta tilver-
unnar úr læðingi. Andstæðuspennuna kalla ég því grunnskema
kenningarmódelanna, og hafa fræðimenn löngu bent á andstæður
í samhengi norræna goðsagna, og reyndar haldið því fram að þetta
hugsunarform lifi langt fram á aldir söguritunar (sbr. Meulen-
gracht Sorensen 1977). Eg læt nægja að nefna hér að bæði Loki og
Óðinn birtast okkur sem blendingar beggja kynja. Loki getur
breyst í kvendýr og Óðinn fremur seið sem er args aðal sam-
kvæmt bæði Ynglingasögu (7. kap) og ummælum Loka í Loka-
sennu (24. vísu). Má vera að andstæðuspenna þessara persóna í
Asgarði geti skýrt yfirnáttúrulega hæfileika þeirra og völd yfir
örlögum manna og guða, eða réttara sagt, þeir eru dæmdir til að
hefja sig yfir aðra því að þeir sameina grundvallarandstæður mann-
lífsins, manninn og konuna, og hefur það sjálfsagt lengi verið
þekkt að fundur þessara leiði til kraftaverka og nýsköpunar lífsins.
Ef við göngum út frá því að andstæðuspenna kenningalistar-
innar sé þrungin merkingu meðal elstu skálda og ekki til vitnis
um stirðnað formúlumyndmál, sem það verður síðar meir, þá er
vert að hugleiða hvaða áhrifum skáldin séu að sækjast eftir.
Hallvard Lie vildi sjá nykrunarviljann sem einskonar ,kraft-
hleðslu' (kraftpotensering) kvæðanna (Lie 1952: 45), og á þessum
nótum gætum við séð andstæðugerjun kenninganna í samhengi
við sköpunarsöguna þar sem loftið verður hlætt (hlaðið), þar sem
eldurinn og ísinn mætast. Hvað er það þá sem kviknar í huga
áheyrandans ?
Ef við höldum okkur við myndrænu kenningarnar, þá myndi
ég segja að það væri nýsköpun hugarmynda (visual images). Við
gætum kallað það myndir af áðurnefndri lífstrú, myndir af ein-
hverju óséðu eða sláandi sem vakna fyrir hugskotssjónum, og að
þessar myndir séu um leið til vitnis um sigur menningar og
mannsanda yfir myndum náttúrunnar. Segja má að kenninga-
kerfið sé reglubundið um leið og það veitir sköpunargáfu skálds-
ins olnbogarými. Svo lengi sem skáldið fylgir hugtakslíkingunni
sem allir eru sammála um, svo sem að hafís sé himinn sjávarins,