Skírnir - 01.04.2009, Page 143
SKÍRNIR
KONUSKEGG OG LOÐNIR BOLLAR
141
birtingarmyndum. Þessi sálræna beintenging milli heiðinna forn-
skálda og listamanna seinni tíma sem abstrakt-frömuða, er framar
öðru til marks um þrautseigju og ægivald grísk-rómverskrar list-
hugsunar í norðrinu í meira en níu aldir.
Kenningin sem minnistœknileg fígúra
Norrænar kenningar eru sérstaklega áþreifanlegar í eðli sínu, og
er það eitt skýrasta einkenni skáldskapar með rætur í munnlegri
hefð. Eðli hugtakslíkinga er að hlutgera það sem er óhlutbundið
(abstract), en bæði kenningin og táknmið hennar eru að jafnaði
áþreifanlegir hlutir. Þetta hlutbundna eðli kenninganna, sem vísar
okkur til upphafs þeirra við munnlega skáldskaparhefð, er einmitt
það sem gerir blendingsmyndina mögulega. Myndrænn samruni
andstæðra sviða er dæmdur til að skapa áhrifamiklar hugarmynd-
ir sem skera sig frá myndum náttúrunnar. Slíkar hugarmyndir
kallast auðkennandi (distinctive) innan hugsálarfræða. Ef við
stöldrum við á leiðinni til táknmiðsins sjáum við fyrir okkur
skipsfíl, stormúlf úr skýjum, hlíð þakta þangi eða björn sem strit-
ar með plóg, eða að við sjáum blöndu ósamþættanlegra mynd-
sviða: Hest skeiða á öldum sjávar, skip uppi í hlíð, fisk svamla í
dalnum og þar fram eftir götunum. I þeim geira hugsálarfræða
sem fæst við rannsóknir á samspili hugarmynda og minnis kemur
ekki aðeins fram að hugarmyndir séu afgerandi tól fyrir minnið
(Paivio 1971, 1986; De Beni o.fl. 1997); þar má einnig finna rann-
sóknir sem sýna fram á að óvenjulegar eða undarlegar myndir
hafa þann eiginleika að festast betur í minni en venjulegar hugar-
myndir (sjá t.d. Einstein og McDaniel 1987; Wollen og Margres
1987; Rubin 1995).32
32 Að hið áþreifanlega og sýnilega (concrete, visuat) sé einkenni munnlegra bók-
mennta hefur Havelock m.a. sýnt fram á í stúdíum sínum á grískum fornbók-
menntum (1963, 1978). Þá hafa aðrir munnmenntafræðingar tekið undir það
með hugsálarfræðingum að hið undarlega sitji best í minni: „Bizarre figures here
add another mnemonic aid: it is easier to remember the Cyclops than a two-eyed
monster, or Cerberus than an ordinary one-headed dog“ (Ong 1982: 70).