Skírnir - 01.04.2009, Page 145
SKÍRNIR
KONUSKEGG OG LOÐNIR BOLLAR
143
Við höfum hér dregið fram mynd af norrænu kenningunni sem
,skeggi konunnar', blöndu ósamþættanlegra fyrirbæra sem stóðu í
sambandi við forna trú á yfirskilvitlega krafta. Kenninguna mætti
einnig sjá sem samþjappaða mynd af impossibilia-minninu sem
hefur víða útbreiðslu um heiminn, þar geta steinar flotið á vatni og
ár runnið upp í móti, eins og Kormákur skáld yrkir þegar hann
lofsyngur Steingerði (IB: 74, 79). Manni kemur í hug kínverska
gong-an eða japanska koan (hugaræfing), þar sem maður er fyrst
beðinn um að hugsa sér það hljóð þegar tvær hendur klappa — og
þar á eftir hljóðið þegar ein hönd klappar. Norræna kenningin
miðar að því að fanga það sem er ekki til, en er samt til, í anda sem
vill ögra og umbreyta náttúrulegri skipan hlutanna.
Hin forna fagurfrœði og súrrealisminn
Ástæða þess að líta má á norræna fornmenn og súrrealista sem
,bræður í anda‘ er fyrst og fremst sú andklassíska listsýn sem þeir
deila, þó á ólíkum forsendum sé: Súrrealistar eru í uppreisn gegn
Grikkjunum; heiðingjar þekktu ekki til þeirra. Einnig ber að geta
þess að níhílismi Friedrichs Nietzsche umbylti lífsskilningi evr-
ópskra listamanna, m.a. skynjun manna og skilningi á náttúrunni.
Níhilisminn var hugmyndafræðileg kjölfesta dadaistanna og síðar
súrrealistanna; meðal dada-hópsins í Berlín var níhilisminn t.d.
álitinn eina rétta heimspekin (Karcher 1992: 22). Og þegar upp-
hafning sköpunarverksins, hinn sanni næsti-heimur í himninum
og forsjá Guðs var lönd og leið, mætti kannski segja að menn væru
komnir aftur í fótspor heiðingjans. Krafan gekk í stuttu máli út á
það að manneskjan leysti sig undan hugsun og heimsmynd kristn-
innar. Hugtök góðs og ills voru blekking ein og tími kominn til að
láta af þeirri iðju að búa til eitthvað á-bakvið-allt; öllu heldur
skyldu menn afklæða sköpunarverkið gildismati kristninnar og
skynja það eins og það er í raun — merkingarlaust. Náttúruskynj-
un eins markverðasta dadaistans í Berlínarhópnum snemma á 20.
öld, listmálarans Ottos Dix, hefur verið lýst með þeim orðum að
náttúran sé „íturmögnuð ófreskja, kraftur á bakvið hugdilka góðs
og ills, sem fæðir og eyðir í eilífu ferli verundar og ekki-verundar“