Skírnir - 01.04.2009, Side 147
SKÍRNIR KONUSKEGG OG LOÐNIR BOLLAR 145
eins og Ladislaus Mittner (1955) og Hallvards Lie (1952, 1957), sem
var vel að sér í listasögu og listsálfræði samtímans. Af sömu ástæðu
verður maður að stilla í hóf gagnrýni á eldri norrænufræðinga.
Þegar and-klassískar listastefnur ber á góma virðist súrrealism-
inn hafa haft varanlegust áhrif. Tvær meginstoðir súrrealismans
mætti annarsvegar sjá sem upphafningu draumvitundar og draum-
kenndra mynda sem ,yfir-raunsærra‘ (sur-real), og hinsvegar þá
hugmynd að leysa höfundinn undan ægivaldi skynsemi og rökvísi
(■ratio), m.a. fyrir tilstilli ósjálfráðrar skriftar og sambands við
draumvitundina. Hvort tveggja má skilja sem beina uppreisn gegn
hinu gríska viðhorfi til phantasma og ratio sem kom fram að ofan
— hér er um and-gríska fagurfræði að ræða.
Eins og sjá má í Manifeste du surréalisme (1924) og Second
manifeste du surréalisme (1929) eftir André Breton skyldi nú
horfið aftur til hinnar náttúrulegu hugsunar eða mannshugans í
náttúrulegu ásigkomulagi, óflekkuðum af öllum fagurfræðilegum
gildum og viðmiðum, skynsemi og rökvísi. Hér var draumurinn,
barnið og hinir ,frumstæðu‘ menningarheimar dýrmætustu vörð-
urnar á veginum til frelsis frá hinu borgaralega skynsemislífi rök-
vísinnar, sem firrti manninn í raun sambandi við sjálfan sig, eða
öllu heldur við undirvitundina, sem súrrealistar þakka Sigmund
Freud fyrir að hafa ,enduruppgötvað‘.
Mikilvæg eru orð Pierre Reverdy sem Breton segir í fyrra riti
sínu um súrrealismann að hafi orðið fagurfræðilegum viðhorfum
sínum opinberun. Samkvæmt Reverdy var hugarmyndin (image)
hrein sköpun hugans sem ekki byggðist á samanburði, heldur
hliðsetningu tveggja meira eða minna fjarlægra (ósamþættanlegra)
veruleika. í því sem síðan segir er engu líkara en Reverdy sé að
skilgreina listrænt inntak norrænu kenningarinnar:
Því meira sem samband veruleikanna, sem stillt er upp hlið við hlið, er
fjarlægt og satt, þeim mun sterkari mun hugarmyndin verða — þeim mun
stærri er tilfinningakraftur hennar og skáldlegur veruleiki... (Matheson
2006: 181/300)36
36 „The more the relationship between the two juxtaposed realities is distant and
true, the stronger the image will be — the greater its emotional power and poet-
ic reality...” Þýðingin úr frönsku er frá Richard Seaver og Helen R. Lane 1972.