Skírnir - 01.04.2009, Page 151
SKÍRNIR
KONUSKEGG OG LOÐNIR BOLLAR
149
►
Mynd 9. Hreyfingarbundin vörpun (projection) milli knapa og brýnis
(Kjartan Hallur Grétarsson).
framhaldið á texta Reverdys, sem Breton vitnar til í ávarpinu, og
kom fram hér að ofan, er svona:
Tveir veruleikar sem hafa enga tengifleti geta aldrei komið saman á gagn-
legan hátt. Það finnst engin sköpun hugarmyndar ... Hugarmynd er ekki
sterk vegna þess að hún sé brottafengin eðafurðuleg — öllu heldur vegna
þess að hugrenningartengsl hugmyndanna eru fjarlæg og sönn. (Mathe-
son 2006:181; sjá Pierre Reverdy, ,LTmage‘, Nord-Sud, no. 13,1918; mín
þýðing).40
Eins og ég skil þetta er hér um að ræða tvö aðskilin fyrirbæri í
umræðu súrrealistanna. Annarsvegar er um hreinar hliðstæður að
ræða, þ.e. einum hlut er stillt upp við annan (saumavél og regn-
hlíf), en Caillois og Reverdy kalla hinsvegar eftir ástæðu fyrir
hliðstæðunni, það sem í líkingafræðum fellur einfaldlega undir
rök fyrir líkingum (grounds for metaphor). Reverdy og Caillois líta
svo á að ekki sé nægilegt að myndmál samanstandi af hliðstæðum,
sama hversu fjarstæðukenndar þær eru: Þeir eru einfaldlega að
kalla eftir líkingum. Hér má því segja að þrátt fyrir alla uppreisn
gegn gömlum meisturum, gildi það enn sem Aristóteles skrifar í
riti sínu um skáldskaparlistina að líkingarnar séu langmikilvægast-
ar í öllum skáldskap, að „þær eru það eina, sem ekki verður fengið
hjá öðrum, en eru merki um snilligáfu“ (Aristótelis 1976: 85).
40 „Two realities that have no connections cannot come together usefully. There
is no creation of an image...An image is not strong because it is brutal or
extraordinary — but because the association of ideas is distant and true.“