Skírnir - 01.04.2009, Page 155
SKÍRNIR
KONUSKEGG OG LOÐNIRBOLLAR
153
stæðuspennan sé einskonar fagurfræðilegur fylgifiskur manns-
hugans í ,náttúrulegu ásigkomulagi' eða spretti upp úr vissri níhil-
ískri eða heiðinni náttúruskynjun. Þá má spyrja hvort andstæðu-
spennan birtist ekki á trúarlegri eða tilvistarlegri forsendum í
heiðni en hún gerði meðal súrrealista, þar sem hún bar fremur
merki uppreisnar, jafnvel í pólitískum skilningi. Þó að fagurfræði-
hneigð þessara listamanna hafi sömu megindrættina, má ekki
gleyma því að listræn áhrif hennar eru að öllum líkindum mjög
breytileg eftir því um hvaða félagslega og menningarlega samhengi
er að ræða.
Einnig mætti spyrja hvað liggi í grísk-ættaða hugtakinu logic
(rökvísi), sem súrrealistar skáru upp herör gegn. Ég myndi tæp-
lega játa því að þær fjarstæðukenndu blendingsmyndir, sem kenn-
ingakerfið býður markvisst upp á, hafi ekkert með rökvísi að gera.
Það hefur m.a. sýnt sig að slíkar myndir er oft léttara að muna en
venjulegar hugarmyndir. A forsendum heiðingjanna mætti hugsa
sér að blendingsmyndir kenninganna hafi verið fyllilega rökvísar,
því einmitt slíkar myndir gátu hjálpað kvæðum að lifa í minni
fólks — hér er um náttúrulega minnisaðferð að ræða. Og það
hlýtur að vera viss rökvísi í náttúrulegri hugsun, þó slíkt falli að
vísu ekki að grísku hugmyndinni um rökvísa hugsun.
Dróttkvæði verða líklega aldrei framar lesin til afþreyingar eða
listrænnar nautnar; það er sennilega borin von að við munum
heyra farið með dróttkvæði í áramótaávörpum æðstu valdsmanna
eða á þorrablótum. En í fræðilegri umræðu um mannlega hugsun
eiga dróttkvæði hins vegar vafalaust eftir að fá uppreisn æru í
framtíðinni. Þar eru þau gullnáma, einmitt vegna þess að þau hafa
allt aðra fagurfræði, náttúruskynjun og lífsskilning að geyma en
við eigum að venjast. Dróttkvæði eru til vitnis um annars konar
samband við hugarmyndir sem tengja mætti við minnistækni
munnmennta, og annars konar hugsun hvað varðar líkingar og
mótun myndmáls. Allt þetta, sem hefur gert þau svo ómerkileg og
,frumstæð‘ gegnum þykk gleraugu klassískrar fagurfræði, gerir
þau merkileg fyrir fræðimenn framtíðar.