Skírnir - 01.04.2009, Page 160
SVEINBJORN RAFNSSON
Jónas Hallgrímsson og
fræði fornra minja
Árið sem Jónas Hallgrímsson fæddist, 1807, var með konungs-
boði stofnuð í Kaupmannahöfn nefnd til varðveislu fornminja í
ríkjum Danakonungs, Commissionen for Oldsagers Opbevar-
ing.1 Forsendur þessarar nefndar voru eflaust margvíslegar en víst
má telja að meðal þeirra hafi verið rík áhrif frá frönsku stjórnar-
byltingunni, ekki síst hugmyndum og röksemdum byltingar-
mannsins Henri Gregoires ábóta, sem nokkrir nefndarmenn
þekktu og höfðu átt samskipti við. Hef ég gert grein fyrir því á
öðrum vettvangi.2 Fornleifanefndinni var meðal annars ætlað að
afla upplýsinga um fornminjar þær í ríkjum konungs sem á ein-
hvern hátt gætu orðið til vísindalegs gagns. Að fengnum upp-
lýsingunum skyldi nefndin gera tillögur um þær minjar eða minn-
ismerki (Monumenter) úr fornöld, sem finna mætti víða um land
og ekki væri unnt að færa úr stað vegna stærðar og víðáttu, hverj-
1 Lovsamling for Island 7, 1857: 131-133; sbr. Frásögur um fornaldarleifar 1983:
ix-xi.
2 Sveinbjörn Rafnsson (í prentun). Mikilvæg voru kynni og vinátta nefndarmann-
anna Frederiks Míinters guðfræðiprófessors (síðar Sjálandsbiskups) og Borges
Thorlacius latínuprófessors (sonar Skúla Thorlacius) við Henri Gregoire ábóta
(1750-1831), sem byltingarstjórnin skipaði biskup af Blois. Gregoire var meðal
róttækustu byltingarmannanna, um tíma þingforseti, og fræg er barátta hans
fyrir kristindómi og réttindum Gyðinga og barátta hans gegn þrælahaldi. I
seinni tíð hefur mönnum orðið starsýnt á baráttu Gregoires til verndar söguleg-
um og listrænum minjum og minnismerkjum og ræður hans gegn vandalisma
(hann mun raunar eiga upptök að því að það orð komst í almæli) og skemmdar-
verkum á fornminjum og listmunum. Hann var eindreginn lýðveldissinni og
andstæðingur alræðismanna, kónga og keisara fram í andlátið. Borge Thorlacius
fór árið 1799 með Gregoire í meira en tveggja mánaða ferðalag á heimaslóðir
Gregoires í norðaustur Frakklandi og gaf út lýsingu á ferðinni á prenti. I þakk-
lætisskyni virðist hann hafa sent Gregoire Heimskringluútgáfu Schönings og
föður síns.
Skírnir, 183. ár (vor 2009)