Skírnir - 01.04.2009, Side 162
160
SVEINBJORN RAFNSSON
SKÍRNIR
fengið það sem fyrsta verkefni að gera skýrslu uni þær fornminjar
sem hann vissi um á Islandi.5 Það er svolítið broslegt að bera
saman fátæklega skýrslu Finns um þetta og glæsilega fram settar
skýrslur Gregoires um vandalismann. Lítið fer fyrir byltingarand-
anum og mælskunni hjá Finni og ekki verða íslensku minjarnar
taldar stórkostlegar miðað við þær frönsku. Þó er skyldleiki skýrsln-
anna ótvíræður.
Hvað var hér að gerast? Margt af því sem í sögunni gerist greina
menn ekki fyrr en löngu eftir á vegna sinnar eðlislægu huglægni. I
þessum áhuga á menningarminjum og varðveislu þeirra leyndust
vísar að seinni tíma viðhorfum til náttúru, sögu og menningar. Borg-
araleg, afhelguð (þ.e. sekúlaríseruð) og nútímaleg minnismerkja-
dýrkun var að skjóta upp kollinum með nýju sögulegu gildismati.
I skýrslu sinni frá vetrinum 1816-17 segir Finnur Magnússon
um Þingvelli (í íslenskri þýðingu):
Staðurinn Þingvellir við Oxará, þar sem almennilegt þing landsins var
haldið, bæði á tímum lýðveldisins og undir konunglegri stjórn, allt til
byrjunar 19. aldar þegar yfirréttur landsins var stofnaður eða réttara sagt
fluttur til Reykjavíkur, er sérlega merkilegur í sögunni. Vegna sérkenni-
legrar og glæsilegrar legu sinnar laðar hann einnig að framandi ferða-
menn. Lögberg, þ.e. klettur laganna, þar sem Alþing var haldið á elstu tíð
er enn bent á, en líklega mun minningin um hann alveg mást í þessu af-
skekkta og strjálbýla byggðarlagi. Því væri æskilegt að hann yrði merkt-
ur, annað hvort með stuttri innhöggvinni áletrun eða með einföldu og lítt
kostnaðarsömu minnismerki, þess konar sem kallað er varða á Islandi, og
ætti þá einnig að fyrirskipa friðun þess.
Annars eru þar sýndar leifarnar af Snorrabúð, dvalarstað Snorra
Sturlusonar á alþingistímanum, en hann tilheyrði einnig og var notaður af
síðasta lögmanni landsins, Magnúsi Olafssyni.
Graftarhaugur Þorleifs jarlaskdlds (um hann sjá Antiqvariske Annaler
II, bls. 186) hefur nú að mestu skolast burt við árleg flóð í ánni Öxará.6
Þessi klausa sýnir vel andann í starfi nefndarinnar, hugað er að
friðun og vernd fornra minja.
5 Skýrsla Finns til fornleifanefndarinnar dönsku er prentuð í Frdsögur um forn-
aldarleifar 1983: 615-639.
6 Frásögur um fornaldarleifar 1983: 620.