Skírnir - 01.04.2009, Page 163
SKÍRNIR
JÓNAS HALLGRÍMSSON ...
161
Eins og fram kemur í skýrslunni skýrði sagan mikilvægi stað-
arins, en það gerði einnig náttúra hans. Sagan var mannanna, en
náttúruna hafði guð skapað og að mati margra 18. aldar manna var
allt gott sem guð hafði skapað. Þessi bjartsýni kemur t.d. fram í
orðum dr. Altungu í Birtmgi Voltaires, „tout est bien“, og í kunnu
kvæði um náttúruna og tilveruna eftir Sveinbjörn Egilsson er við-
kvæðið „allt er gott sem gjörði hann“. Þessi jákvæðu viðhorf koma
einnig fram hjá Herder þar sem náttúran, hin lifandi heild, er hið
góðviljaða foreldri sem kennir mönnunum hefðir sínar, siði og
lifnaðarhætti.7 I kvæðum Jónasar Hallgrímssonar kemur guð og
náttúran fram í slíku foreldrahlutverki oftar en einu sinni, t.d.
„Faðir og vinur alls, sem er“ í Hulduljóðum og „Höfundur, faðir
alls, sem er“ í kvæðinu A sumardagsmorgninum fyrsta 1842. Þetta
hefur verið venjulegur þáttur í trúarviðhorfum á tíma Jónasar. En
viðhorfin til guðs, náttúrunnar og sögunnar voru margbreytilegri,
þau voru ekki alltaf samstillt og stundum var áherslan á mótsagn-
ir í sköpunarverkinu eins og í kvæðinu Grátittlingurinn þar sem
guðs andi frelsar úr fjötrum náttúrunnar. Þannig er þetta með
ýmsu móti í kveðskap Jónasar Hallgrímssonar. Margs konar hug-
myndir voru vitanlega uppi um guð, náttúruna og söguna, sumar
ævagamlar með rætur í biblíunni og klassískri fornöld, aðrar nýrri.
Meðal hinna nýrri viðhorfa var rómantískt söguskyn. I and-
stöðu við hugmyndir upplýsingarinnar fór mönnum á 19. öld að
skiljast að fortíðinni mætti ekki einungis skipta í tímabil tiltölu-
lega líkra fyrirbæra heldur væru sjálf fyrirbærin alls ólík hvert
öðru eftir því hvaða tíma þau tilheyrðu. Sérhvert tímabil myndaði
eigin heild og hin sérstæðu fyrirbæri innan þess báru einkenni
tíðaranda tímabilsins. Þessu mátti fylgja enn frekar eftir, hin sögu-
lega framvinda var einstök, sagan gat aldrei endurtekið sig ná-
kvæmlega, hið einstaka sögulega atvik eða fyrirbæri var óendur-
takanlegt. Hér þóttust menn komnir með nýjar aðferðir, ný vopn,
til þess að takast á við greiningu heimilda sögunnar.8
Frægt dæmi um mistök, sem skýra má að nokkru með gagn-
rýnisleysi og tröllatrú á þetta rómantíska sögulega einstæði, er
7 Glacken 1967: 542.
8 Þessu er vel lýst í Renvall 1965: 22-26.