Skírnir - 01.04.2009, Page 166
164
SVEINBJORN RAFNSSON
SKÍRNIR
Jónasi er það ein af gerðum Landnámabókar sem notuð er á um
það bil sama hátt og Sögubrot af fornkonungum hjá Finni. Þeir
þykjast sjá í teiknum sínum fornar hetjur sagnaheimildanna, Har-
ald hilditönn og Flóka víking. Nú væri auðvelt að hneykslast á
gagnrýnisleysi þeirra Finns og Jónasar eða henda gaman að þeim,
það hafa margir gert fyrr, að minnsta kosti hvað varðar Finn.
Sumir þykjast verða stórir af því að höggva niður menn af því að
þeir standa svo vel til höggsins. En til að skilja að minnsta kosti
hluta af þessum misskilningi þeirra félaga má benda á hina nýju
rómantísku sögusýn sem áður var minnst á. Vitanlega voru þeir
Finnur og Jónas rómantískir menn og börn síns tíma. Ný sýn eða
ný viðhorf á einu sviði gat leitt menn á villustig ef þeir gáðu ekki
að sér, því að margar af hinum gömlu gagnrýnisreglum upplýsing-
arinnar giltu áfram.
I ágætri grein frá 1982 um aðdraganda að setningu náttúru-
verndarlaga á Islandi kemst Páll Líndal svo að orði:
Við höfum það fyrir satt, að það hafi verið Jónas Hallgrímsson, sem upp-
götvaði Þingvelli eins og við skynjum þá nú á dögum. Það virðist mega
fullyrða, að hann bendir fyrstur Islendinga — og þá í alkunnum kvæðum
— á þann sannleik sögufrægðar og náttúrufegurðar, sem þar er að finna.
Og enn segir Páll:
Sú óguðlega hugsun hefur þó læðzt að mér, að það sé meira en vafasamt,
að Jónas hafi nokkurn tíma séð Þingvelli, er hann orti ísland farsælda
frón, fyrsta Þingvallakvæði sitt, en um það verða fróðari menn að dæma,
ef þeir telja það ómaksins vert.16
Það er vitanlega ekki alveg rétt að Jónas hafi fyrstur manna upp-
götvað Þingvelli á nútímalegan hátt samber tilvitnunina til skýrslu
Finns Magnússonar hér á undan. Jónas sá líklega aldrei þá skýrslu,
en hann þekkti Finn og hafði sennilega oft talað við hann áður en
hann orti Þingvallakvæði sín eins og komið verður betur að síðar.
Það er ekki heldur ástæða til hafa óguðlega þanka um þekkingu
Jónasar á Þingvöllum áður en hann orti Island farsælda frón, sem
birtist árið 1835. Hannes Pétursson skáld hefur bent á að Jónas
16 Páll Líndal 1982: 323. Grein Páls dregur fram mikilsverða hluti í sögu 20. aldar.