Skírnir - 01.04.2009, Side 167
SKÍRNIR
JÓNAS HALLGRÍMSSON ...
165
hafi ef til vill riðið um Þingvelli ár hvert sem hann fór ungur
maður í Bessastaðaskóla, því að Norðlingar fóru gjarna Kaldadal
suður, og sunnan, og Sandey í Þingvallavatni þekkti Jónas þegar
árið 1832.17 I kvæðinu er talað um berjasprettuna á Þingvöllum og
er afar sennilegt að þar séu persónulegar ferðaminningar, líklega
frá skólaárunum. En heimildir og forsendur Jónasar til kvæðisins
eru vitanlega fleiri en ferðaminningar hans sjálfs.
Árið 1829 hóf göngu sína í Kaupmannahöfn nýtt tímarit: Ár-
mann á Alþíngi eda almennur Fundur Islendinga, Arsrit fyrir
búholda og bændafólk á Islandi. Aðalhöfundur þess var Baldvin
Einarsson. I Hafnarvist Baldvins virðist Finnur Magnússon snemma
hafa verið honum innan handar. Að minnsta kosti segir Jón
Sigurðsson að Finnur hafi fengið Baldvini það starf að semja eða
íslenska ritling um birkiskóga viðurhald, sáningu og plöntun á ís-
landi sem prentaður var árið 1827.18 í fyrsta árganginum af Ár-
manni á Alþingi var prentaður allur Búnaðarbálkur, kvæði Egg-
erts Ólafssonar, í annað sinn.19 Finnur var mikill aðdáandi þessa
kvæðis föðurbróður síns og hafði þýtt það á dönsku og hafði sú
þýðing komið út á prenti 1803. Gæti því verið að áhrif Finns væru
nokkur á þetta efnisval í Ármanni. í þriðja árgangi Ármanns 1831
birtust svo þrjú kvæði eftir Finn.20 Texti tímaritsins var sviðsettur
á Þingvöllum. I fyrsta árganginum reika menn í byrjun um Al-
mannagjá, spyrja hver annan tíðinda og bíða Ármanns sem bjó í
fellinu í fyrndinni, hann kemur og ræðir við þá og líður svo frá
augum þeirra undir lok ritsins niður í Almannagjá. I öðrum ár-
gangi 1832 kemur Ármann aftur á þingið og heldur ræðu sem
Baldvin hefur samið. Ræðunni er svo lýst í formála ritsins:
Tilgángr rædu þessarar er fyrst, að bera framkvæmdir forfedranna og
mannkosti og atgjorfi þeirra saman vid vora, og þarnæst ad leida mönn-
um fyrir sjónir, ad þeirra ætlan sé eigi rétt sem halda, ad á fornoldum hafi
verið meiri vedursæld enn á vorum dögum,... Ætlum vér ad þad megi sjá
af rædu þessari, ad mikid vanti oss á vid forfedur vora, og líka hitt, ad ef
17 Hannes Pétursson 1979: 253.
18 Jón Sigurðsson 1848: VIII-IX.
19 Eggert Ólafsson 1829. Fyrsta útgáfa Búnaðarbálks kom út í Hrappsey 1783.
20 Finnur Magnússson 1831.