Skírnir - 01.04.2009, Síða 168
166
SVEINBJORN RAFNSSON
SKÍRNIR
vér hefdum þeirra hug og anda, þá mundi land vort taka mikla og góda
umbreytíng. Má engin ætla að hofundurinn hafi viljad lasta þessarar aldar
menn. Nei, en hann leitadist vid ad útvega sér rétta hugmynd um forfed-
urnar, med því ad yfirvega minnismerki þau sem enn eru til eptir þá, og
vitnisburdi þá sem segurnar bera þeim.21
Ræða Ármanns morar öll í tilvitnunum í fornsögur og hetjur,
þingstaðurinn var helgistaður, fornmenn mundu spyrja: hvað er
orðið af öllum skipunum, hvað er orðið af dugnaðinum og hug-
rekkinu, hvar er nú rausnin og manndómurinn o.s.frv. Landið er
ekki síðra en áður. Ræðan er brýning og hvatning til Islendinga að
standa sig ekki síður en forfeðurnir.22 Þessi árgangur Ármanns
kom út sama ár og Jónas Hallgrímsson kom til Kaupmannahafnar.
Það er varla efamál að Jónas hefur lesið hann, hugsunin er hin
sama og í kvæðinu ísland, farsælda frón.
Hins vegar er Snorrabúð á Alþingi líklega komin inn í kvæði
Jónasar fyrir tilverknað Finns Magnússonar. Sjá má að Finnur
hefur gert sér tíðrætt um þinghald á Þingvöllum þegar 1832 í
Nordisk Tidskrift for Oldkyndighed.23 í Grönlands historiske
Mindesmœrker, sem út kom 1838, má lesa eftirfarandi um þing-
búðir (í þýðingu):
Tilhögun svona fornnorrænna þingbúða held ég, Finnur Magnússon, að
ég hafi nálega séð á Alþingi íslands (þ.e. hinu almennilega landsþingi),
sem ekki var tekið af fyrr en í upphafi núverandi aldar. Hinar svokölluðu
búðir eða þingbúðir þar voru að því leyti eins umbúnar og venjulegar
íslenskar byggingar, að múrar þeirra eða veggir voru gerðir úr grjóti eða
jörðu (eins konar leirjörð (Pisée)), en lagðar voru á sperrur sem að ofan
voru þaktar með hvítu vaðmáli eða lérefti. Að innan voru veggirnir
klæddir veggjatjöldum úr líni, sem voru útsaumuð með myndum og
áletrunum (með gotneskum bókstöfum) í ýmiss konar litum (áður fyrr
kallað reflar eða veggjatjöld). Nokkur slík (að hluta mjög gömul) eru hér
varðveitt í Det kongelige Museum for nordiske Oldsager. I þingbúðum
21 Baldvin Einarsson 1830: V-VI.
22 Baldvin Einarsson 1830: 7-54. Ræða þessi er í raun lykiltexti til sögu róman-
tískrar þjóðernishyggju á íslandi, hér má t.d. lesa um „hjarta þjóðarinnar" og
að sjálfsögðu um „þjóðarandann".
23 [Finnur Magnússon] 1832: 219.