Skírnir - 01.04.2009, Page 169
SKÍRNIR
JÓNAS HALLGRÍMSSON ...
167
fyrirmanna voru notaðar líkar gólfábreiður og fortjöld, sem mynduðu
ýmiss konar herbergi eða deildir o.s.frv. Faðir minn var síðasti lögmaður-
inn á Islandi og með honum dvaldist ég sem drengur á Alþingi á hverju
sumri í hálfan mánuð. Hann var vanur að dveljast í þeirri þingbúð, sem
sagt var að forðum hefði tilheyrt hinum fræga Snorra goða, en hún (eða
rústir hennar) er enn venjulega kölluð Snorrabúð.24
Þannig má ætla að forsendur og heimildir Jónasar til kvæðisins Is-
land, farsælda frón, hafi verið margar, þar á meðal minningar hans
sjálfs, pólitískar ræður Ármanns á Alþingi og lýsingar Finns Magn-
ússonar á þinghaldi fyrrum.
Hugmyndafræði kvæðisins ísland, farsælda frón, er svo lík hug-
myndafræðinni og rökfærslunni í ræðu Ármanns að varla getur
farið hjá því að samband sé á milli. Landið er samkvæmt ræðunni
og kvæðinu óbreytt frá því í fornöld og í ræðu Ármanns er skír-
skotað til fornsagnanna og mannfækkunarrits Hannesar Finns-
sonar. Hallæri og eldgos gengu engu síður yfir í fornöld en í sam-
tímanum. Landið er hvorki betra né verra en fyrrum, það er eins.
Samkvæmt sögninni um tilurð kvæðisins virðist Konráð Gíslason
hafa dreymt eins og Hannes Finnsson og Ármann á Alþingi!25 Sex
árum eftir að kvæðið birtist í Fjölni vitnar Jón Sigurðsson í það í
frægri grein í fyrsta árgangi af Nýjum félagsritum og segir:
... og þó er landið enn, einsog skáldið segir:
— fagurt og frítt, og fannhvítir jöklanna tindar
himininn heiður og blár, hafið er skínandi bjart.
Það er: náttúran býður oss sömu gæði og feðrum vorum ...26
Hér má staldra snöggvast við merkilega ritgerð sem austurríski
listfræðingurinn Alois Riegl birti 1903 og fjallaði, eins og hann
segir, um nútímalega minnismerkjadýrkun, eðli hennar og upp-
24 Grönlands bistoriske Mindesmterker 1838: 411-412.
25 Sveinn Yngvi Egilsson (1999: 343) ræðir nokkuð um sögnina um þennan
„draum“ Konráðs Gíslasonar. Benda má á að hún hefur raunar forn flökku-
sögueinkenni (sjá t.d. Þorleifs þátt jarlsskálds með fyrirmynd í Kirkjusögu
Bedu, eða Kumlbúa þátt).
26 Jón Sigurðsson 1841: 91.