Skírnir - 01.04.2009, Page 170
168
SVEINBJORN RAFNSSON
SKÍRNIR
haf.27 Hann ræðir í fyrstu um gildi minnismerkja og sögulega
þróun slíks gildismats. Minnismerki eru, segir hann, í elsta og
upprunalegasta skilningi verk gerð af manna höndum og reist í
þeim tiltekna tilgangi að varðveita einstök afrek manna eða at-
burði lifandi í vitund eftirlifandi kynslóða. Gerð slíkra „viljan-
legra" minnismerkja („gewollte“ Denkmale) megi rekja til elstu
tíðar menningar en þó séu slík minnismerki ekki lengur mikilvæg-
ust. Þegar rætt sé um nútímalega dýrkun minnismerkja (Denk-
malkultus) og varðveislu þeirra sé ekki átt við viljanleg minnis-
merki heldur miklu fremur listræn og söguleg minnismerki.28
I framhaldi af þessu ræðir hann minningargildi og tengsl slíkra
gilda við minnismerkjadýrkun eða rækt við minnismerki. Hann
gerir þar greinarmun á viljanlegu minningargildi (gewollte
Erinnerungswert), sögulegu gildi (historische Wert) og aldursgildi
('Alterswert). Viljanlegt minningargildi tengist minnismerki sem er
hafið yfir alla hrörnun eða merki um tímans tönn, minnismerkið
verður að vera eins og í byrjun, þannig að það höfði stöðugt til
manna með upphaflegu hlutverki sínu, þ.e. minni með þeim hætti
á upphaflegt hlutverk sitt. A hinn bóginn talar Riegl um aldurs-
gildi (Alterswert) sem tengist minnismerki. Þá er minnismerkið að
einhverju leyti markað af aldri sínum og ber merki aldursins, það
er ef til vill skert, slitið eða máð og í brotum. Það hefur glatað upp-
haflegu hlutverki sínu og minnir fyrst og fremst á aldur sinn, aldur
og aldursmerki eru hin miðlægu kennimörk þess. Svona nútíma-
leg og „óviljanleg" minnismerki eru einkum huglæg. Mannleg
huglægni gerir þau að minnismerki og dýrkar þau sem slík. Vilj-
anleg minnismerki eru hins vegar miklu fremur hlutlæg, þau eru
eins og þau voru og minna á sjálf sig og hlutverk sitt.
Þessar hugmyndir má bera saman við kvæði Jónasar, Island,
farsælda frón. Að vísu er landið ekki gert af manna höndum, en þó
má jafna hinu óhrörnaða íslandi við minnismerki sem er óbreytt
27 Riegl 1929.
28 Lýsingarorðið viljanlegur tíðkaðist í 13. og 14. aldar íslensku, þegar ritað var
um guðfræði- og heimspekileg efni á Islandi, en er ekki lengur í orðabókum.
Það þýðir nánast: með vilja, viljandi, af ásetningi eða vísvitandi. Enskumælandi
menn hafa þýtt „gewollt“ hjá Riegl með „intentional".