Skírnir - 01.04.2009, Page 171
SKÍRNIR
JÓNAS HALLGRÍMSSON ...
169
frá því í fornöld og höfðar því stöðugt til manna í upphaflegu
hlutverki sínu, fagurt og frítt. Það gæti í kvæðinu samsvarað vilj-
anlegu minnismerki eins og Riegl talar um. Island er sett fram í
brýningu Ármanns á Alþingi og kvæðisins á afar hlutlægan hátt til
þess að minna á sjálft sig, það hefur ekkert breyst frá því í fornöld.
En svona minnismerkjadýrkun er ekki sérlega nútímaleg sam-
kvæmt Riegl. Kannski er hún svolítið búraleg og jarðbundin eins
og þegar allur þingheimur í Ármanni á Alþingi strengir þess heit
með kalli „að byggja okkur kálgarð þegar vid gétum komid því
vid, og ad læra gardyrkju" og af verður mikið bergmál í Almanna-
gjá.29 Eða þegar Birtingur Voltaires telur það mikilverðast að
rækta garðinn sinn.30 Hér virðist koma fram nytjahyggja og hag-
sýni gamallrar upplýsingar.
Hins vegar má bera hugmyndir Riegls saman við kvæði Jón-
asar, Gunnarshólma, og er þá annað uppi á teningnum. Þar er
Fljótshlíðin ekki óhrörnuð frá því í fornöld, fagrir akrar horfnir
og skáldið stendur á köldum söndum. En minnismerki kvæðisins
er hólminn þar sem Gunnar sneri aftur, hann stendur einn eftir
prýddur algrænu skrauti, hann er brotið af hinni fornu fegurð.
Líklega mætti telja hann nútímalegt minnismerki samkvæmt
greiningu Riegls. Upphaflegt hlutverk hólmans er breytt, hann
minnir á fornöldina, brotinn og máður með aldursmerkjum sín-
um. En samkvæmt Riegl nær aldursgildi minnismerkis út yfir
sögulegt gildi þess, sjálf hlutvera (Objekt) minnismerkis verður
eiginlega lítið meira en nauðsynleg slæmska, eins konar óhjá-
kvæmilegur grunnur til að framkalla hugaráhrif (Stimmungswirk-
ung) áhorfandans. Áhrif þessa hugblæs ná út yfir alla kunnáttu og
menntun í sögu samkvæmt Riegl, þau eru algild líkt og trúarlegar
tilfinningar, og höfða til allra manna með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum. I þessu eru fólgin hin nýju gildi minnismerkja, sem
Riegl nefnir aldursgildi.31
Það er í raun svolítið skondið að sjá hvernig hugmyndir Riegls
koma að nokkru heim og saman við þessi kvæði Jónasar. Gunn-
29 Baldvin Einarsson 1831: 115.
30 Voltaire 1975: 190.
31 Riegl 1929: 150.