Skírnir - 01.04.2009, Page 172
170
SVEINBJORN RAFNSSON
SKÍRNIR
arshólmi er miklu þroskaðra og flóknara kvæði að hugsun en ís-
land, farsælda frón, sem á glæsileik sinn ekki síst því að þakka hve
einfalt það er og mælskufræðilega ágengt. Samkvæmt Riegl er ald-
urinn það kennimark sem skilgreinir nútímalegt minnismerki.
Hinni venjulegu fyrri rökvísi minnismerkis er snúið við og kenni-
mark þess verður hverfulleiki fremur en stöðugleiki. Þannig er
Gunnarshólmi í kvæðinu. Meira að segja hinn dulúðgi verndar-
kraftur þessa lítilfjörlega og máða minnismerkis í kvæðinu kemur
heim við hugmyndir Riegls um hina almennu tilfinningalegu skír-
skotun sem líkist trúartilfinningu. Kannski stöndum við þarna
frammi fyrir fyrsta nútímalega íslenska minnismerkinu, róman-
tísku og borgaralegu og afar huglægu.
Gunnarshólmi er yngra kvæði en ísland, farsælda frón. Vitað
er að Jónas heimsótti vin sinn Tómas Sæmundsson í Fljótshlíðinni
sumarið 1837 áður en hann orti kvæðið sem birtist í Fjölni 1838.
Enn fremur eru um það sagnir að Jónas hafi sumarið 1837 rætt um
Fljótshlíðina við Bjarna Thorarensen norður á Möðruvöllum, en
Bjarni var uppalinn á Hlíðarenda í Fljótshlíð.32
Gamall var áhuginn á staðfræði Njáluslóða og minjastöðum
tengdum Njálu, hann kemur til dæmis fram bæði í ferðabók
Eggerts og Bjarna frá 18. öld og í skýrslum til fornleifanefndar-
innar.33 Ekki síðar en haustið 1838 hefur Finnur Magnússon svo
reynt að bera víurnar í Bjarna Thorarensen og fá hann til að semja
ritgerðir um minjastaði handa Fornfræðafélaginu í Kaupmanna-
höfn, um Gunnarshaug á Hlíðarenda og Orlygsstaði í Skagafirði.
Má af því marka hve hugur Finns hefur snúist um þau efni.34
Kannski eru í þessu öllu einhver tengsl milli Jónasar, Finns og
Bjarna, þessara „Venner af Oldtidsminderne" eins og Bjarni kemst
að orði um slíka áhugamenn í ritgerð sinni um haug Gunnars, sem
birtist raunar ekki á prenti fyrr en 1847.35
Pólitískur og siðferðilegur boðskapur þessara tveggja stóru
32 Hannes Pétursson 1979: 48-56.
33 Frásögur um fornaldarleifar 1983: 124-128, 175-176, 221 og 624.
34 Bjarni Thorarensen 1943: 247, 249 og 255; sbr. Jón Helgason í Bjarni
Thorarensen 1986: XXIX.
35 Bjarne Thorarensen 1847.