Skírnir - 01.04.2009, Page 174
172
SVEINBJORN RAFNSSON
SKÍRNIR
Hvað sem því líður er það víst að Þingvellir verða að teljast til
lieux de mémoire eða minjastaða ef nota á mælistiku Nora.39
Andstætt hlutum í sögunni, þ.e. raunverulegum hlutum
(■realia), eru minjastaðir samkvæmt Nora hrein tákn sem skírskota
ekki til veruleika, eða öllu heldur, þeir skírskota til sjálfra sín.40
Hér er æði langt gengið á vit huglægninnar út úr veruleika og
skynheimi. En sé sögusýn rómantíkurinnar höfð til svona útúr-
dúra, verður það þó á endanum svo að allar svona útafkeyrslur inn
í draumheima huglægninnar eru sögulega bundnar, hafa sín sögu-
legu sérkenni og geta aðeins orðið einu sinni með ákveðnum hætti
á tilteknum tímabilum sögunnar.
Að lokum skal nefnt þriðja stóra kvæðið eftir Jónas Hallgríms-
son og hið þroskamesta. Þar er ekki hlutveruleiki stórkostlegra
minja óspjallaðra Þingvalla eða lítilfj örlegra minja hins lága Gunn-
arshólma. Þar stígur hinn horfni Eggert Ólafsson úr sæ á draumfag-
urri nóttu og ávarpar föðurmynd algyðis íslenskrar náttúru, lífs og
dauða, eins og minnst var á áður. Það eru Hulduljóð, ófullgert
snilldarverk skáldsins. Hulduljóð eru miklu huglægara kvæði en Is-
land, farsælda frón eða Gunnarshólmi. Eini snertiflöturinn við sögu
og minni er þar hinn horfni Eggert Ólafsson.41 Hulduljóð gátu
aðeins orðið til á hinu rómantíska sögutímabili Jónasar, þann skiln-
ing veitir hin rómantíska sögusýn. Líklega mætti telja verkið minja-
stað þess tíma, eins og Nora lýsir slíkum fyrirbærum — en þó er
erfitt að líta á það sem hreint tákn.
Greinin er að stofni til fyrirlestur sem haldinn var á ráðstefnu sem
Vísindafélag Islendinga og Háskóli Islands gengust fyrir um vísinda-
manninn Jónas Hallgrímsson í hátíðarsal háskólans 29. september 2007.
39 Um Þingvelli sem slíkan minjastað skrifar Guðmundur Hálfdanarson 2000. Sjá
einnig Guðmundur Hálfdanarson 2006.1 merkilegri grein um þjóðarhugmynd
og þjóðarminnismerki á Þýskalandi á 19. öld (Nipperdey 1968) má sjá ýmsar
hliðstæður við íslensk minnismerki af líku tagi, t.d. virðist þjóðargrafreitur á
Þingvöllum hliðstæður við eins konar Walhalla eða Panthéon, sömuleiðis eiga
íslenskar minningarkirkjur eða kapellur hliðstæður á meginlandinu o.s.frv.
40 Nora 1996: 19.
■+ I Bygging kvæðanna þriggja er þó ekki ósvipuð, því að undir lok þeirra allra er
lagt út af eiginlegu efni þeirra. í Gunnarshólma og Hulduljóðum eru þau skil
mörkuð með breytingum á bragarhætti í síðustu erindum kvæðanna.