Skírnir - 01.04.2009, Page 177
GUÐNI ELÍSSON
„Þrettán spor í sandinum“
Samrunafdntasíur í Ijóðsögu
Sigurbjargar Þrastardóttur, Blysförum
„ég leggst á magann, tel / þrettán spor / í sandinum og finnst /
talan rétt / því ég trúi ekki á útlensk kerfi sem hjálpa“ (61) segir
ljóðmælandinn í ljóðsögu Sigurbjargar Þrastardóttur, Blysförum
(2007). Verkið er um margt ólíkt eldri Ijóðabókum skáldkonunn-
ar, Blálogalandi (1999), Hnattflugi (2000) og Túlípanafallhlífum
(2003). Þetta er prósaljóð upp á tæpar 150 síður og lýsir átakasögu
tveggja elskenda sem flakka á milli Islands og Þýskalands, eru
saman og í sundur, en samband þeirra er í senn brennandi heitt og
nístingskalt — kannski allt eftir því hvort þeirra talar.
Elskhuginn í Blysförum er listhneigður eiturlyfjaneytandi sem
leggur allt í að viðhalda vímunni, að elta drekann, en það er heitið
sem Austurlandabúar gáfu ópíumreykingum. Nú á dögum er hug-
takið notað til þess að lýsa reykingum á flestum hörðum fíkniefn-
um, hvort sem um er að ræða ópíum, heróín, krakk, morfín eða
metamfetamín (crystal meth). Elskhuginn notar að öllum líkind-
um síðastnefnda fíkniefnið því þegar konan spyr hann eitt sinn
hvað hann sé að reykja segir hann „eitthvað um kristal“ (Sigur-
björg Þrastardóttir 2007: 133).1 En drekinn er ekki aðeins reykur-
inn sem sogast ofan í lungun, eða liðast eins og hvítur hali upp frá
pípunni. Hann er eftirsóknin í allt sem verður ekki fangað, hvort
sem það kallast ást, merking eða samruni. I drekanum býr líka
tortímingarhvötin, aflið sem megnar að svipta lífið tilgangi sínum:
„það er / snúið að keppa við drekann" hvíslar ljóðmælandi, „allt
sem ég geri sölnar" (100).
1 Framvegis verður einvörðungu vísað til bókar Sigurbjargar með blaðsíðutali
aftan við tilvitnun.
Skírnir, 183. ár (vor 2009)