Skírnir - 01.04.2009, Page 179
SKÍRNIR
ÞRETTÁN SPOR í SANDINUM“
177
gera úr ástinni goðsögu sem við segjum okkur sjálfum, ástin er frá-
sögn sem við leitumst við að hlaða sem mestu gildi, henni er ætlað
að vera lífsreynsla sem vert sé að lýsa, hún á að vera í frásögur
færandi (Sullivan 2001: 1-5).2 Konunni í Blysförum er óneitanlega
vandi á höndum ætli hún sér að göfga sögu ástar sinnar eftir hefð-
bundnum leiðum. Hvernig er unnt að gera lífið í návist drekans
bærilegt? Hvers konar þrettán spora kerfi upphafningar þarf ljóð-
mælandinn að beita til þess að lesa merkingu í eyðandi samband-
ið? Sú spurning er ekki síst viðfangsefni ljóðsins.
Blysfarir. I sjálfu nafninu felst samrunafantasía ekki ósvipuð
þeirri sem Dídó bar í brjósti fyrir 3100 árum ef taka á tímatal
Eneasarkviðu trúanlegt. Líkt og konan í ljóði Sigurbjargar trúir
Dídó því ranglega að framtíð sé í sambandi hennar og mannsins
sem hún elskar. I þrumuveðri leita þau Eneas skjóls í helli og þegar
eldingar taka að leiftra túlkar hún það sem svo að samband þeirra
hafi verið blessað af guðunum, að kyndlar himinsins logi brúðhjón-
unum til heiðurs:
Dídó og höfðinginn tróverski rata í sama hellinn, og Jörð fyrst og Júnó,
hjónabandsgyðjan, gefa merki: eldingar leiftruðu og upphiminninn logaði
sem vígsluvottur, Dísir kveinuðu á fjallstindi. Sá dagur var upphaf dauð-
ans, upphaf ógæfunnar. Því að Dídó lætur sig nú engu skipta álit eða mann-
orð, hirðir ekki lengur um að halda ástinni leyndri: hún kallar það fullgilt
hjónaband, þeim orðum íklæðir hún ótryggðina. (Virgill 1999: 89-90)
Blysfarir íslenska ljóðsins vísa því ekki aðeins til hitans sem kraum-
ar í hjarta ljóðmælanda. Þær eru táknmynd sameiningar, standa
fyrir þá logandi kyndla sem voru hluti af helgiathöfninni í grísk-
um og rómverskum brúðkaupum.3 I titlinum býr fyrirheit um
hjónaband, um tilgangsríkt og varanlegt samband tveggja einstak-
linga. Orlög elskendanna ráðast síðan af bókmenntagreininni.
2 Alda Björk Valdimarsdóttir les hugmyndir Sullivans saman við skáldsögur
Steinunnar Sigurðardóttur. Sjá 2006: 180-181.
3 Guð hjónabandsins í grískri goðafræði er Hymenaios, en í grískri list er hann
gjarnan dreginn upp sem vængjað barn sem ber kyndil í annarri hendi. Eros er
hliðstæða hans í rómverskri goðafræði. Blysfarir eru því algengt brúðkaups- eða
hjónabandstákn í vestrænni bókmenntasögu. Nefna má af handahófi Tróju-
dœtur Evripídesar (línur 310-340), og Ummyndanir Óvíðs (t.d. fjórðu bók,