Skírnir - 01.04.2009, Síða 184
182
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
sem á sér tvöfaldan uppruna er betri en sú sem aðeins má finna
stað í skáldskap. Þó enda báðar fantasíur illa, í dauða eða skilnaði
(sambandi Delon-hjónanna lauk meðan á kvikmyndun Le
Samourái stóð).12 Er vísunin í kvikmyndina hugsanlega aðeins
fyrirheit um það sem koma skal, tilraun konunnar til þess að sætta
sig við hið óumflýjanlega? Er hún tilraun til þess að gefa tilgangs-
rýru sambandi merkingu með því að tengja það þeim mannskiln-
ingi sem rökkurmyndirnar birta? Óhamingjan er án efa léttbærari
sé henni fundinn staður í harmrænni heild listarinnar.
I þeirri Berlín sem birtist í ljóðaflokknum hverfist vísanakerfið
í sífellu um kvikmyndir, áhugasvið elskhugans. Það ýrir meira að
segja „úr himninum / yfir berlín" (97).13 Nafngiftin slim, sem fyrst
er notuð af elskhuganum um stúlkuna, en hún færir hana síðan yfir
á hann í lokin, er einnig vísun í rökkurmyndir. I kvikmyndinni 7o
Have and Have Not (1944) í leikstjórn Howards Hawks kallar
Harry Morgan (Humphrey Bogart) stúlkuna sem hann hittir Slim
(Lauren Bacall), en Bogart og Bacall gengu í hjónaband ári seinna
og voru því leikarapar eins og Alain og Natalie Delon í Le
Samourai. Viðurnefnið undirstrikar átökin milli parsins, en bæði
óttast um sjálfstæði sitt þegar ástríðan tekur völdin.14 En tenging-
unni við kvikmyndirnar lýkur ekki hér. Eitt sinn uppnefnir elsk-
huginn konuna með því að kalla hana „skepnu / eða hvað er aftur
*****, nei, annars / hann kallar mig kvenkyns hund og segir það
sé uppúr bíómynd“ (93). Tíkin, eða La Chienne (1931), eftir franska
leikstjórann Jean Renoir er einn af áhrifavöldunum í bandarískri
rökkurmyndahefð. Nafngiftin vísar til þess að stúlkan í kvikmynd-
inni Qanie Marése) er auvirðileg skækja sem blóðmjólkar aðalkarl-
hetjuna (Michel Simon) og dregur hana niður í svaðið. Rétt eins og
12 Aðalleikarar Le Samourai, Alain og Natalie Delon, voru gift frá 1964 til 1968
og eignuðust einn son. Jean-Pierre Melville, leikstjóri Le Samourai, heldur því
fram í viðtalsbók sinni að kveðjustund Jef Costello og Jan Lagrange sé eins
áhrifamikil í kvikmyndinni og raun ber vitni vegna þess að Alain og Natalie
ákváðu sama kvöld að ganga frá skilnaði sínum. Sjá Nogueira 1971: 134.
13 Sbr. kvikmynd Wims Wenders, Der Himmel úber Berlin (1987).
14 Þannig segir Marie „slim“ Browning (Lauren Bacall) við Harry Morgan
(Humphrey Bogart): „I’d rather you wouldn’t call me slim. I’m a little too
skinny to take it kindly.“