Skírnir - 01.04.2009, Page 185
SKÍRNIR
ÞRETTÁN SPOR f SANDINUM
183
elskhuginn í Blysförum er karlhetjan í Tíkinni listhneigð (26, 67).
Hann er áhugamálari sem geymir málverkin sín í íbúðinni sem
hann hefur leigt handa „tíkinni" sem hann heldur að sé heiðvirð
stúlka. Hún selur svo listaverkasala málverkin undir sínu nafni til
þess að framfleyta sér og melludólgnum sínum (Georges Flamant).
Þegar karlhetjunni verður að lokum ljóst hið sanna innræti
skækjunnar myrðir hann hana en sökin fellur á melludólginn sem
er tekinn af lífi. La Chienne var síðar endurgerð af þýska leik-
stjóranum Fritz Lang sem Scarlett Street (1945) með Edward G.
Robinson, Joan Bennett og Dan Duryea í aðalhlutverkum.15 I
báðum myndum er konan vampíra sem rænir karlinn listamanns-
nafni sínu og þurrkar út persónuleika hans. Konurnar í kvikmynd-
unum tveimur snúa hefðbundinni frásagnarformgerð á haus með
athöfnum sínum. Venjulega verður höfundarnafnið til við dauða
listgyðjunnar, hún er þurrkuð út um leið og karlinn tekur yfir
eigindi hennar. Hér gerist það aftur á móti að konan rænir lista-
manninn sjálfsmyndinni með því að leitast við að taka yfir sköpun
hans og eigna sér höfundarverkið (sjá m.a. Bronfen 1992: 125).
Þessu gerir elskhuginn í Blysförum sér fyllilega grein fyrir og í upp-
nefni hans má í senn greina geldingarótta og ósk um að konan sem
kæfir hann eða gerir hann að viðfangi með áhuga sínum, verði
þurrkuð út. Irónían er kannski sú að ótti hans reynist ekki ástæðu-
laus. Elskhuginn er sú músa sem vekur upp ljóðabálkinn Blysfarir
og hann verður bundinn í honum um aldur og ævi.
Á íslandi hverfast fundir elskendanna um annars konar sögur,
því að þá er horfið af strætum stórborgarinnar í sveitasælu sem þó
hrekkur skammt frammi fyrir veruleikanum. Á Islandi dvelja þau
um hríð í kofa (sumarbústað?) úti í náttúrunni (t.d. 14,26, 34,40,41,
50 og 56) og konan hugsar „mitt / skjól er / í bókum, nei, kofum“
(62) stuttu áður en hún kveður elskhugann um sinn og fylgir honum
út á flugvöll (65). Bókakofinn sem skýlir ást þeirra er þó enginn
dalakofi úr ljóði eftir Davíð Stefánsson (1952: 101-102) og Blysfarir
eiga ekki heima í Kvœðum, þó að pörin í ljóðunum tveimur snæði
15 Ég fjalla ítarlega um kynjaátökin í kvikmyndinni Scarlet Street í Guðni Elísson
1998: 32-34.