Skírnir - 01.04.2009, Page 187
SKÍRNIR
ÞRETTÁN SPOR í SANDINUM
185
lesandans.16 Hann veit ekki frekar en konan, að þegar elskhuginn
skýst inn á klósett í flugstöðinni áður en hann heldur af landi brott
er það í þeim tilgangi að rétta sig af:
og þegar hann hvarf innaf og lét kalda
vatnið renna
hélt ég að það væri útaf
sumrinu og hvikaði ekki
eins og hann væri sendur hingað
eins og ég ætti eftir að skrifa sálm og
metta fimm þúsundir
eins og allt væri
kjötmikið og alveg rétt (ll)17
Konan er fórnarlamb frelsunarfantasíu og tilvísunin í kraftaverk
Krists er hann mettaði mannfjöldann (Mt 14.15-21, 15.32-38; Mk
8.5-10; Jh 6.1-13) vísar aftur til atburðarins í sveitinni þar sem þau
borða brauðið og fiskinn skömmu áður en elskhuginn snýr aftur til
Þýskalands (en í kafla sem kemur síðar í bókinni). Samrunakrafta-
verkið í sumarbústaðnum endar þó, eins og áður sagði, ekki betur en
svo að elskhuginn ælir öllu upp aftur og dregur sú staðreynd á skýr-
an hátt fram blekkingarþörf ljóðmælandans í réttlætingarkaflanum í
flugstöðinni. Sigurbjörg hefur sjálf lagt áherslu á konuna sem Krists-
gerving: „Stúlkan sér sig, eða speglar sig, á köflum í Kristsmynd, hún
gatar á sér lófana, stendur með útrétta handleggina, finnst hún geta
mettað fimm þúsundir og svo framvegis. Það er eitthvað með þessa
tilfinningu að fórna sér fyrir það sem er æðra eða hærra, kannski
hugsjón, kannski hamingju einhvers annars. Og miskunnsemin,
stundum gengur hún of langt. En bókin snýst líka um upprisuhug-
myndina, í myrkrinu og eitrinu er einhvers staðar logandi hvítur
blossi, björgunin“ (Þröstur Helgason 2007: 16).
16 Konan á erfitt með að lesa í umhverfi sitt og það gerir hana fljótt að óáreiðan-
legum sögumanni í huga þjálfaðs lesanda.
17 Tímaflakkið í Blysförum gerir ljóðið á köflum býsna flókið og hugsanlega vísa
þessar línur í innskotið ofar á sömu blaðsíðu þar sem konan lýsir fyrstu kynn-
um sínum og elskhugans, en „leðurhitinn þegar ég hitti hann / fyrst / var klístr-
aður“ (11). Á því augnabliki er konan í svipaðri stöðu og lesandinn á fyrstu