Skírnir - 01.04.2009, Síða 188
186
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
Sú kjötmikla (eða holdríka) nánd sem konan lýsir og stendur
fyrir lífið sjálft með öllum sínum þunga — en hún er andstaða
óáþreifanlegs reyksins18 — víkur smám saman fyrir sannleikanum
þó að í fyrstu reyni konan að snúa merkingu hlutanna á haus, eins
og þegar hún segir fólkið í flugstöðinni sem fylgist með þeim
horfa á þau öfundaraugum, „með / hörgulsjúkdómana sína“ (10).
Þessi merkingarríku þyngsli er erfitt að heimfæra upp á horaðan
elskhugann, þótt fyrstu vísbendingarnar veki líklega ekki grun-
semdir lesandans. Hann, sem er með „beinaberar mjaðmirnar" (7),
„bert fyrirsætubakið" (18) og „innfallnar / kinnarnar“ (49), fær að
lokum heitið „slim“ (sá mjói eða horaði) og verður nánast að stað-
gengli dauðans eftir því sem líður á ljóðið.19 Konan reynir þó eftir
síðum bókarinnar. Flugkaflana (9, 10, 11, 12, 13 og 15) má auðveldlega túlka
sem svo að þeir fjalli um fjögur tímaskeið í lífi elskendanna. Kaflinn á blaðsíðu
11 væri þá allur fortíðarinnskot sem lýsti fyrstu kynnum þeirra, í stað þess að
litið væri svo á að í kaflanum sem vitnað er til í meginmáli hafi aftur verið horf-
ið til brottfararstundarinnar á flugvellinum eftir íslandsdvöl elskhugans (eins
og á síðum 9, 10 og 15). Ljóðið á blaðsíðu 13 lýsir augnablikinu þegar elskhug-
inn kemur fyrst til landsins: „kemur ekki útúr tollinum / kemur útaf karla-
klósetti / með / flugbirtuna í augunum og mér / finnst það ekkert athugavert“
(13) og ljóðið á blaðsíðu 12 andartakinu þegar konan kaupir flugmiða til
Þýskalands eftir að elskhuginn er horfinn úr landi. Það er þó fyrst á því augna-
bliki sem lesandinn áttar sig á því að ekki er allt með felldu: „ég kaupi mér /
flugmiða / og spyr þig hvernig depressjónin / sé og / lofa að reyna ekki að
lækna þig“ (12). Flughafnarstundirnar tvær árétta blindu konunnar sem neitar
að horfast í augu við hlutskipti sitt fram í rauðan dauðann og hegðar sér á sama
hátt og hún gerði þegar hún og elskhuginn kynntust fyrst.
18 Konan reynir að koma á sættum milli þessara andstæðna í upphafi ljóðsins:
„það er haugalygi að reykur / leiti upp, hann lá í hvítum og holum innyflunum
okkar / og keyrði okkur niður eins og við ættum / að vera ævinlega saman, hér
/ íþyngslunum“ (11).
19 Erfitt er að njörva niður merkingu nafngiftarinnar „slim“. Elskhuginn kallar
hana ítrekað heitinu (75,108,141) sem hefur þá merkinguna hin granna (og lík-
lega um leið sú fagra), en hún snýr því svo yfir á hann í pönksálminum í lokin
(145) og þá eru merkingaraukarnir mun neikvæðari. í yfirlýsingunni „ég vil að
þú / fyllir mig af einhverju / hvítu / annars þorna ég, slim“ (119) er óvíst hver
talar, þar sem þetta hvíta sem ljóðmælandi vísar til getur hugsanlega verið sæði,
en líka kristallinn sem drekinn er settur saman úr.
Hvíti liturinn er jafn erfiður viðureignar, en Sigurbjörg hefur sjálf lýst því
yfir í viðtali við Þröst Helgason að í ljóðabálkinum sé hann „lúmskur. Hann er
yfirleitt sakleysið, í versta falli sorgin, en hér er drekinn hvítur, eitrið er hvítt,
lygin er hvít, það kemur ítrekað fyrir. Og í fljótu bragði sér maður ekki endi-